Vilja komast inn.Leiðir að bíða eftir sérstökum saksóknara?

Má búast við því að svona fréttir verði algengar á næstunni, að menn reyni að brjóta sér leið inn í fangelsi. Mér datt það í hug eftir að sjá fréttir hafðar eftir Gunnari í Fjármálaeftirlitiniu að mörg mál séu þar í gangi þarsem menn hafi ekki starfað samkvæmt lögum og nema svik háuum upphæðum og geta varðað allt að 10 ára fangelsisvist.

Mörgum finnst ganga ansi hægt hjá sérstökum saksóknara og enn hefur enginn verið settur inn af hinum svokölluðu auðmönnum,útrásarbröskurum eða forkólfum gömlu bankanna. Nú er spurning hvort einhver úr þeirra hópi sé svo "heiðarlegur" að taka sjálfur uppá því að brjóta sér leið inn í fangelsi og vilja þar með sína gott fordæmi og taka fyrirfram út sinn dóm.

Nú var það svo hjá þessum blessuðu fínu mönnum sem höfðu tapað sér í græðginni að mikill metnaður og kapphlaup ríkti milli þeirra hver væri mestur og hefði náð að "græða" mest eða koma mestu fjármagni úr landi.

Það má því alveg búast við því að nú hefjist æðislegt kapphlaup milli þessara manna að finna út sniðugustu leiðina til að brjóta sér leið inní fanglesið og heimta að fá að sitja þar sem lengst.

Já,þetta verður spennandi.


mbl.is Klippti girðingu við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband