Er myndband með Jóhönnu Sigurðardóttur lausnin ?

Okkar ástsæli og kraftmikli forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefur legið undir ámlæli fyrir að vilja helst ekki láta sjá sig og því síður að ræða við erlenda fréttamenn af hvaða ástæðu sem það nú er.Einar Karl aðstoðarmaður ráðherra og áráðursmeistari Samfylkingarinnar segir Jóhönnu vilja halda sig til hlés og eingöngu undirbúa ríkisstjórnarfundi.

Er þetta nú boðlegt? Þurfum við ekki virkilega á því að halda að sjónarmið okkar komist til alþjóðasamfélagsins. Jóhanna ætti því að nota öll tækifæri sem gefast.

Annars held ég að lausnin sé til,sem allir gætu unað við. Það á að gera myndband með Jóhönnu. Þar getur hún svarað einföldum spurningum um sjálfa sig,ástandið á Íslandi, Icesave, ESB o.s.frv.

Hægt væri að láta þýða þetta myndband á nokkur tungumál. Hugsið ykkur hvað þetta væri þægilegt þegar einhver fransmaður vildi endilge fá viðtal við forfsætisráðherra landsins þá gæti Einar Karl bara rétt viðkomandi DVD disk og sagt. Hér er allt sem Jóhanna vill segja við ykkur.

Þegar Jóhanna verður boðuð á fund með þjóðhöfðingjum annarra landa þarf hún ekkert að vera að mæta bara senda DVD disk með smá miða. Ef þið hafið áhuga á að sjá mig og heyra hvað ég vil setjið þá diskinn í tækið hallið ykkur aftur og horfið og hlustið.

Þetta er flott lausn sem sparar Jóhönnu mikinn tíma og rikinu pening. Eftir þetta gæti engin sagt lengur að Jóhanna væri ekki sýnileg.

Finnst ykkur þetta ekki góð hugmynd?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góð hugmynd :)

Finnur Bárðarson, 11.9.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Frekar teiknimynd í anda Disney

Júlíus Valsson, 11.9.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta gæti virkað

Óðinn Þórisson, 11.9.2009 kl. 16:02

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mæli með þessu, góð lausn

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.9.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Björn Birgisson

Merkilegt hvað Sjálfstæðismenn sakna Jóhönnu sárt þessa dagana!

Björn Birgisson, 11.9.2009 kl. 17:32

6 identicon

Sammála Birni Birgis.  Best er að hún sjáist ekkert.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:02

7 identicon

Ekka geta felur verið verri en skemmdarverk.

ElleE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:10

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurður:

Fann þetta um einn ástsælan og virtan fyrrverandi leiðtoga alþýðulýðveldis á Kóreu skaganum: 

Kim Il-sung... is the great father of our people... Long is the history of the word father being used as a word representing love and reverence... expressing the unbreakable blood ties between the people and the leader. Father. This familiar word represents our people's single heart of boundless respect and loyalty... The love shown by the Great Leader for our people is the love of kinship. Our respected and beloved Leader is the tender-hearted father of all the people... His heart is... a centripetal force uniting the [people] as one... Kim Il-sung is the great sun and a great man... thanks to this great heart, national independence is firmly guaranteed.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.9.2009 kl. 09:10

9 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ekki var Davíð Oddson duglegur að koma í viðtöl,hann kom aldrei ef það átti að vera andmælandi,vildi helst vera spyrjandi og svarandi.kv

þorvaldur Hermannsson, 12.9.2009 kl. 11:00

10 identicon

Í commenti no. 7 og til að forðast misskilning, var ég ekki að vísa í Sjálfstæðisflokkinn og finnst þetta ekkert koma honum við.  Heldur meinti ég að skárra væri að hafa fólk í felum en valdandi endalausum skemmdarverkum þegar það kemur fram opinberlega: Yfirlýsingar um gerviskuld okkar Icesave etc.   

ElleE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband