Höft,höft og enn meiri höft.Seðlabankinn og Vinstri stjórnin samstíga.

Það liggur nokkuð ljóst fyrir að efnhagsúrræði Vinstri stjórnarinnar felast í höftum,miðstýringu og skattahækkunum. Í sjálfu sér er ekki við öðru að búast þegar Vinstri menn ráða ríkjum. Það liggur líka ljóst fyrir og á eftir að koma betur og betur í ljós að þessar vinstri aðgerðir munu reynast þjóðinni dýrkeyptar.

Margir hagfræðingar og þeir sem hafa sérþekkingu á efnahagsmálum telja að gjaldeyrishöftin skili engum árangri og séu eingöngu til að skemma fyrir öllum viðskitum og vinni raunverulega gegn því að styrkja krónuna.

Jón Daníelsson,hagfræðingur, sagði: " Við erum hálfvitar og höfum hvorki vit né stjórn á efnahagslífinu." Þetta eru þau skilaboð sem við sendum til umheimsins.Jón veltir því svo upp,hvaða fyrirtæki muni detta í hug að koma með erlent fjármagn inn í landið þegar við gefum slík skilaboð.

Jón dregur upp skýra mynd og maður hlýtur að spyrja hvers vegna er ekki hlustað á hann. Hvenær hafa höft,miðstýring og skattpíning leitt til framfara.

Það verður lítil uppbygging í landinu ef við fáuum enga erlenda fjárfesta til að koma með fjármagn inn í landið. Hallur Hallson orðaði það ágætlega hjá ÍNN stöðinni. Við lifum ekki á því framtíðinni að tína fjallagrös og prjóna lopapeysur. Það þarf annað og meira ef við viljum halda uppi þeim lífskjörum sem þjóðin hefur búið við.


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ég að gleyma einhverju?

Var það ekki Geir Haarde sem setti gjaldeyrishöftin og þjóðnýtti alla bankana?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Svo má nú ekki gleyma því frændi að það var síðasta stjórn sem sótti um hjálp hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem í raun stjórnar hér peningamálastefnu landsins .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 14.9.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband