15.9.2009 | 13:05
Illa farið með Eyjamenn.
Hvað héldu menn eiginlega. Töldu menn virkilega að það væri alltaf logn um miðjan september,þannig að allt í lagi væri að setja skip eins og Baldur í siglingar milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Auðvitað er allt eins líklegt á þessum árstíma að veðurlag sé þannig að ölduhæð geti verið dögum saman meiri heldur en 3,5 metrar.
Það er með ólíkindum að ekki skuli hafa verið útvegað sambærilegt skip og Herjólfur er á meðan hann er í slipp. Það gengur ekki að Eyjamenn séu ám samgangna á sjó dögum saman. þetta er ekki eingöngu spurning um bíla og farþegaflutning heldur ekki síður vöruflutninga. Eyjamenn eru háðir samgöngum á sjó hvað varðar vöruflutninga.
Þetta dæmi með Baldur sýnir best hversu nauðsynlegt það er fyrir Eyjamenn að hafa góðar og öruggar samgöngur. Þrátt fyrir að erfiðir tímar séu í efnahagsmálum þjóðarinnar verður að hefja undirbúning að því að nýtt heppilegt skip verði smíðað sem henti vel í siglingar í framtíðinni milli Eyja og Bakkafjöru, Eyjamenn haldið baráttunni áfram.
Vestmannaeyjar án sjósamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta tekur af Sigurður - það er flogið og svo eru skip úr Reykjavik sem koma þarna við - eyjamenn eru flestu vanir og verum nú ekkert að ergja þá með "vælinu" héðan af "mölinni" - þeir kunna sjálfir að haga segli eftir vindum og fara létt með þetta - nú svo styttist í að Herjólfur komi aftur - ágætt að hafa í huga að það sparast hellingur af peningum, þökk sé Eyjamönnum að vera svona lítillátir.
ljúfar stundir
Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 13:55
Jón þa eru ekki fólksflutningar sem ad munar um hérna.
heldur vöruflutningar til og frá eyjum.
þetta med ad skipkomi hingad frá reykjavík, jú þad komahingad skip frá reykjavík 2 sinnum í viku, fimmtudaga koma fossarnir hjá eimskip og föstudaga koma fellin frá samskip.
en þad þarf einnig ad koma vörum frá eyjum,´Nú er þad þannig ad ég vinn á Fiskmarkadi Vestmannaeyja, vid seldum í gær (mánudag semsagt) tæp 19 tonn af fiski (sem ad telst jú vera ferskvara) megnid af þessum fisk seldist upp á land, ed um 15,5 tonn.
þessi fiskur bídur nú eftir því ad komast til fiskkaupenda.
einnig eru hérna önnur fyrirtæki med sölu upp á land, og þar má t.d. nefna Grímur Kokkur, en hans vörur hafa einmitt ekki komist heldur.
Nú sídan eru hérna fyrirtæki sem ad vantar vörur ofan af landi.
Godthaab í Nöf keypti t.d. fisk uppá landi í gær mánudag ca 24 tonn, sem ad haf aekki komist enþá, þad stód til ad vinna þann fisk á morgun, og kaupa meira í dag til þess ad vinna sídan á fimmtudag, en þad var ákvedid ad sleppa því ad kaupa í dag, og er engin vinna í fyrirtækinu á morgun.
þessi fiskur hefdi átt ad fara unninn frá þeim í skip á fimmtudag eda föstudag.
Árni Sigurður Pétursson, 15.9.2009 kl. 19:51
Árni auðvitað rétt hjá þér - það skapast mikil vandræði fyrir marga og þá ekki síst eins og þú nefnir að koma vöru frá eyjum - nú spáir hann ágætis veðri svo vonandi sleppur þetta fyrir horn í þetta skiptið.
En tek undir með þér Árni þetta er ekki gott að búa við - það er mikið búið að breitast síðan ég var að sigla til ykkar á gamla Herjólfi 74-76 þá voru ferðir úr Reykjavík 2 í viku og sama í og frá Þorlákshöfn
Er ekki annars stutt i að Herjólfur komi heim úr klössun ?
Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 21:24
Það er áætlað að hann verði í 2 vikur í burtu
baldur byrjaði á mánudag, núna er miðvikudaguri og égveit ekki hvort að hann fór í nótt einsog átti að reyna, en það átti semsagt að reyna láta hann fara eina ferð í nótt bara fyrir vörur, semsagt án farþega.
En hann er allavega lagður af stað núna, hvort sem að hann fór í nótt eða ekki.
það er ágætis árángur hjá þessu skipi, fara 1 ferð á mánudegi og aðra á miðvikudegi.
Árni Sigurður Pétursson, 16.9.2009 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.