Forsetakosningar í nóvember?

Verulega athygli hefur vakið hversu Ólafur Ragnar forseti hefur gjörsamlega glatað öllu trausti meðal þjóðarinnar. Það hlýtur að vera heimsmet að aðeins 1% landsmanna skuli nefna hans nafn þegar spurt er um sameiningartákn þjóðarinnar. Ólafur Ragnar er ekki bara einhver karl út í bæ heldur sitjandi forseti landsins.

Miðað við hvað Ólafur Ragnar hefur sagt um að nauðsynlegt sé að traust ríki milli þjóðar og ráðamanna hlýtur hann þessa stundina að sitja á Bessastöðum og íhuga alvarlega að segja af sér þannig að hægt verði að boða til forsetakosningar.

Það er alveg bráðnauðsynlegt að góð sátt ríki um þjóðhöfðingja landsins á þessum erfiðu tímum. Það er ekki staðreyndin hvað Ólaf Ragnar varðar.

Fjölmiðlar hljóta nú að ganga hart eftir því að fá svör frá forsetaembættinu varðandi  það hvernig Ólafur Ragnar ætlar að bregðast við algjöru vantrausti þjóðarinnar.

Það hljóta að verða forsegtakosningar í nóvember næst komandi.                        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann skrifaði undir þræla-samninginn gegn fólkinu og það var hans lokafall.

ElleE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það væri kannski ráð að halda forsetakosningar samhliða alþingiskosningum í nóvember?

Sigríður Jósefsdóttir, 16.9.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég held við höfum við peningana annað að gera enn að boða til forsetakosningar núna ,1-2 ár skiptir engu máli ,hvað þá að vera eyða í alþingiskosningar núna ,hvað er að fólki heldur það virkilega að allt lagist með kosningum hvaða fólk á að kjósa hverjir eru það sem hafa meira traust en þeir sem eru á alþingi núna ?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 16.9.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband