Hrollur,skjálfti og ótti hjá Samfylkingu og Vinstri grænum.

Viðbrögð margra vinstri manna við óstaðfestri frétt um að Davíð Oddsson verði ritstjóri Morgunblaðsins eru með ólíkndum. Nú er ekki einu sinni vitað hvort eitthvað sé til í því að Davíð setjist í ritstjórastólinn.Samr eru margir vinstri menn gjörsamlega að fara á límingunum og eru fyrirfram haldnir ofsahræðslu við að Davíð taki upp pennan og hefji greinarskrif á Mogganum. Reynt er að þyrla upp að margir muni segja upp blaðinu og blaðamenn óski þess heitt að fá uppsagnabréf til að þurfa ekki að vinna með Davíð. Verði það staðreyndin að Davíð verði ritstjóri er örugglega til fullt að fólki sem getur hugsað sér að starfa við Moggann þótt það verði svolítil hægri slagsíða á blaðinu.

Það sem er mest spennandi og skemmtilegt við þessa frétt um Davíð sem ritstjóra Morgunblaðsins,hvort sem hún er rétt eða ekki er að sjá viðbrögð vinstri manna. Það fer ekki á milli mála í þeirra herbúðum er mikill ótti og hræðsla við þá tilhugsun að Davíð taki upp pennan og gagnrýni hressilega Samfylkinguna og Vinstri græna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hræðsla... fyndinn... það væri það besta sem kæmi fyrir að Davíð Oddsson yfirverkfræðingur efnahagshrunsins verði aftur sýnilegur.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.9.2009 kl. 12:17

2 identicon

Þetta tal þitt um ótta "vinstri manna" er hálf hlægilegt.  Málið er að lífið er ekki fótboltaleikur milli vinstri og hægri manna, þótt náhirð SjálfstæðisFLokksins líti svo á. Hverjir vinna leikinn, er það aðalatriðið?  Semsagt að Davíð nái að klekkja á vinstri mönnunum, eða hvað? Ef hann hefur þá yfirhöfuð eitthvað málefnalegt fram að færa, sem ég efast stórlega um. 

Ég held að menn séu að furða sig á því fyrst og fremst, hvers konar bíræfni og vanmat á sjálfum sér og öðrum það væri hjá Davíð, ef hann teldi sig virkilega hæfan í þennan ritsjórastól, sjálfur tortímandinn og höfundur hrunsins sem ekki vill neitt kannast við eigin afglöp og mistök. Mistök sem eru að kosta þjóðina sjálfstæði sitt, athugið það.

Er þetta ekki bara "Hitlersheilkennið" hjá Náhirðarfíflunum, þ.e. sama ofurtrúin á FORINGJANUM sem leysir öll vandamál, eins og Þjóðverjar því miður sáu Hitler fyrst eftir valdatöku hans?  Ég er því miður hræddur um það. Davíð verður hér eftir aldrei nefndur annað en "Hrunkóngurinn" í Íslandssögunni.  Nema honum takist líka að rústa Mogganum endanlega, þá yrði hann líka "Moggamorðinginn".

Rex (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband