Ætlar Vinstri stjórnin að sniðganga Alþingi ?

Ætlar Vinstri stjórnin virkilega að l´ta sér detta í hug að sniðganga Alþingi varðandi Icesave málið. Hefur þeim virkilega dottið í hug að setja bráðabirgðalög til að verða við óskum Breta og Hollendinga. Hvað er eiginlega verið að ræða um?

Alþingi setti lög varðandi ríkisábyrgðina þar sem ákveðnir fyrirvarar koma fram. Eigi að breyta lögunum finnst manni málið hljóti að vera svo einfalt að leggja verði breytingar fyrir Alþingi.

Það getur varla skipt sköpum þótt kalla verði Alþingi saman nokkrum dögum fyrr en gert var ráð fyrir.

Ég skil heldur ekki vandræðagangin. Ef Vinstri stjórnin vill endilega ganga að og samþykkja hugmyndir Breta og Hollendinga hlýtur hún að hafa meirihluta þingmanna til að samþykkja það.

Það er fáránlegt ef fara á í einhvern skollaleik til að komast hjá að Alþingi fjalli um málið. Þjóðin hlýtur að eiga heimtingu á því að staðið verði við lögin sem samþykkt voru eða þá að þjóðin sjái hvaða þingmenn eru tilbúnir að gefa eftir og verða við óskum Breta og Hollendinga.


mbl.is Sér ekki flöt á bráðabirgðalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sèrdu nokkra àstædu til tes ad virda vilja tjodarinnar medan hùn stendur ekki upp gegn tesari kùgun mida vid tad ad tjòinn hreifir sig ekki er tà nokkud nema sjàlfsagt ad ræna tjòinna èg bara spir

sturla jonsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:30

2 identicon

Hvaða "stjórn" undanfarin ár, hefur ekki "sniðgengið Alþingi"? Það þurfti ekki nema tvo menn, til að "sniðganga Alþingi" á sínum tíma - svo í raun, skiptir "Alþingi" engu máli, Sigurður!

http://skorrdal.is/utgafa/baekur/lydraedi_fjoldans.html

Skorrdal (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:29

3 identicon

Að sjálfsögðu sniðganga þau Alþingi, þau gera bara akkúrat það sem þeim sýnist svo lengi sem þau komast upp með það.....og við eru svo sannarlega að leyfa þeim að komast upp með að sniðganga bæði Alþingi og vilja þjóðarinnar, fyrir nú utan það að gefa skít í heimilin í landinu...og svfr. og svfr.

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Sigurður. Þér gengur illa að taka eftir því sem aðrir segja. Það hefur ekkert breyst frá því þú varst bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum vinur. Svo ég ítreki það, þá hafa bæði Jóhanna og Steingrímur margsagt í fjölmiðlum að það sé af og frá að þessi ríkisstjórn setji bráðabirgðalög. Þessi gjörningur er algerlega í höndum alþingis en það er dálítið annað en þegar íhaldið var að vasast í heimilisbókhaldi allra landsmanna hér á árum áður. Mesti vandinn sem við stöndum frammi fyrir í dag er Sjálfstæðisflokkurinn, ábyrgðalausasta stjórnmálaafl á vesturlöndum Þar á bæ er ekkert til sem heitir samviska eða siðsemi. Þar eru menn því miður bæði samviskulausir, siðblindir og hraðlygnir. Íslenskri þjóð til mikillar armæðu þurfum við, ég og þú að dragast með þessa fortíð um ókomna tíð Sigurður minn.

Þórbergur Torfason, 23.9.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband