Hafa Baugsmenn efni á að kalla aðra menn óheilbrigða ?

Ættarhöfðingi Baugsmanna,Jóhannes,notar stór orð um ráðningu Davíðs, sem ritstjóra Moggans. Talar Jóhannes um Davíð sem óheilbrigðan mann og efast um trúverðugleika Morgunblaðsins eftir þetta.

Miðað við það sem á undan er gengið er ekki hægt annað en hneykslast upp fyrir haus á ummælum Jóhannesar. Hafa Baugsmenn unnið þannig á undanförnum árum að þeir hafi efni á að kalla aðra óheilbrigða.

Ég held að fáir séu þeir sem telja að Baugsmiðlarnir hafi ekki verið notaðir á fullu í þágu Baugsveldisins. Sama má segja um skósveinablaðið DV.

Þjóðin þarf að taka á sig miklar byrðar vegna útrásar og bankastarfsemi Jóns Ásgeirs og hans fólks,þannig að þeir ættu að fara varlega í að kalla aðra menn óheilbrigða. Ég held að svona orðanotkun geti hitt þá sjálfa ansi illa.

En svo er það kannski eðlilegt að Baugsmenn fari úr sambandi við þá tilhugsun að nú sé Davíð kominn í þá aðstöðu að geta fjallað um atburði síðustu mánaða í einum stærsta fjölmiðli landsins. Eflaust grunar þá að þeir muni koma þar eitthvað við sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað klassík sem þú tekur þér fyrir hendur - að verja vondan málstað með því að benda á annan verri.

Halldóra (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband