Eigum við nokkuð að borga ?

Margt bendir til þess að Icesave sé að koma á byrjunarreit aftur og Alþingi þurfi að ræða þetta mál á ný.Bretar og Hollendingar ætla ekki að sætta sig við fyrirvaran og nota AGS,sem þrýsting á okkur að ganga að sinum skilmálum.

Fyrir örfáum dögum sagði Jóhanna forsætisráðherra að þetta væri bara formsatriði að ganga frá málum við Breta og Hollendinga. Nú hefur annað komið á daginn. Vissi Jóhanna ekki betur eða hvað var hún eiginlega að segja þjóðinni.

Allavega sáu sumir farþegar Icekandair að Indriði samninganefndamaður Icesave sat í sæti sínu í flughvélinni og ritaði minnispunkta til Steingríms J. að Bretar og Hollendingar ætluðu ekki að samþykkja fyrirvara Íslands.

Auðvitað hlýtur sú spurning að vakna á ný,hvort yfir höfuð að við almenningur á Íslandi eigum að greiða þessar skuldbindingar sem einkaaðilar stofnuðu til í sínum bönkum. Hvers vegna þurfum við að bera ábyrgð á meiru heldur en er til staðar í Tryggingasjóðnum?

Erum við hreinlega ekki eins illa stödd ef við ætlum að láta Breta,Hollendinga, AGS og ESB kúga okkur til að dæma okkur til fátæktar næstu áratugina.

Voru það kannski okkar stærstu mistök að láta undan kröfum Samfylkingarinnar og leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Voru það einnig okkar stóru mistök að láta undan kröfu Samfylkingarinnar og fórna öllu til að geta sent inn umsókn um aðild að ESB.

Það er ansi hart að Samfylkingin skuli komast upp með þetta þar sem fyrir liggur að meirihluti þjóðarinnar er bæði á móti því að ganga að Icesave samningnum og að gerast aðili að ESB.


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Agalega geta menn nú farið vitt án þess að segja neitt.

Það fólk sem átti innistæður í bönkunum og þá aðalega Landsbankanum, á kanski tilkall til þess að vera meðhöndlað á jafnréttisgrundvelli.

Það voru sett neyðarlög síðasta haust sem mismuna þessum innistæðueigendum á grundvelli búsetu, þar var gripið inn í starfsemi bankanna og ákveðið að afhenda fólki með lögheimili á Íslandi allar innistæður sem það mögulega átti þar inni em skilja þetta fólk úti í kuldanum

Siðferðið er lágt hjá þér og þínum líkum.

Kannski ert þú einn af þeim sem fékkst þessa sérmeðferð.

Það er fólk eins og þú Sigurður sem kallar yfir okkur andúð umheimsins.

Kveðja Arthur.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sömdu á þeim nótum sem gert var í Icesave málin og hafa gefið í skyn að þeir hafi fullan vilja til að greiða Bretum og Hollendingum setur okkur náttúrulega í vonlausa stöðu. Og það að forsætisráðherra gefur yfirlýsingar um að það sé stutt í land með að málið leysist er náttúrlega ekki pólitískt klókt.

Jafnvel þó að regluverk EES gefi til kynna að við eigum að bera á þessu ábyrgð, þá er það vandamál EES og ESB en ekki okkar einna að leysa úr þessu erfiða máli, því varla hefur verið gert ráð fyrir því að regluverk EES/ESB setti heila þjóð á hausinn við það að tiltölulega fáir einstaklingar gerðurst sekir um vafasamt ef ekki glæpsamlegt athæfi í skjóli þessa regluverks.

Ómar Bjarki Smárason, 27.9.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Íslenskir stjórnmálaflokkar þola ekki erlenda rannsókna skoðun, því greiðum við erlendar skuldir óreiðumanna. Með því munu ekki rannsóknateymi frá Evrópu koma hér og opna ormagryfjuna. Þá félluflokkarnir. Þá gæti það gerst að almenningur lifði við réttlátt samfélag. Fjórflokkurinn vill það ekki. Auðvitað er í stefnu þessara flokka um gagnsæi og réttlátt samfélag, en það er bara til að fá atkvæði, innsti kjarni X-S, X-D og X-B vilja halda völdum og yfirráðum um eignir þjóðarinnar. Ég veit ekki hvað skal segja um X-V, þeir hugsa bara um að vera á valdastóli. Niður með Fjórflokksmúrinn. Það gerðist 1991 að Berílnarmúrinn féll, nú er komið að Fjórflokksmúrnum, brjótum hann niður og öðlumst nýtt líf á Nýju Íslandi.

Niður með Fjórflokksmúrinn, ég gef tíma til byrjun árs 2010.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 27.9.2009 kl. 17:30

5 identicon

Ekki er ég fylgjandi því að greiða skuldir óreiðumanna.

En sjálbirgingshátturinn í íslenskri þjóð nær ekki nokkru tali.

Tímum ekki að veita vanþróuðum ríkjum þróunaraðstoð en heimtum að þegnar annara ríkja taki á sig óheyrilegar skuldir sem Íslenskt

þjóðarbú hefur stofnað til.

Ég var ekki samþykkur því að veita trygginngu fyrir innistæðum umfram lámarkstryggingu innistæðutryggingarsjóðs, ekki var það í mína

þökk að borga 200 milljarða inn í ótryggða reikninga peningamarkaðssjóðanna.

Ég er að borga fyrir það núna.

Eru margir sem hafa sem hæst um Icesave ekki þiggjendur í því máli, en frekjan er slík að ekki má borga þegnum annara ríkja á sama

hátt.

Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur í dag, og er Icesave ævarandi skömm á okkar þjóðfélagi.

Kveðja Arthur.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:01

6 identicon

Nei, okkur ber engin lagaleg og bara ekki nokkur skylda að borga einn eyri fyrir Icesave og hvað sem IMF, Bretar og Hollendingar vilja.   Icesave kemur okkur bara ekkert við frekar en ef Actavis Bjögganna færi á hausinn.  

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:22

7 identicon

Og Arthur, ef innlendu innistæðurnar eru vandamálið verður bara að draga það í land.   Við getum ekki borgað fyrir heiminn og getum ekkert staðið undir Icesave.

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:25

8 identicon

"Jafnvel þó að regluverk EES gefi til kynna að við eigum að bera á þessu ábyrgð,.."   Engin hefur getað sýnt fram á nein lög og regluverk sem segja að okkur beri að borga Icesave, Ómar.  Hvaða regluverk ert þú að tala um?

EEA/EU directive 94/19/EC:

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized."
 

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 828262

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband