Hverjir eru þessir armar í Sjálfstæðisflokknum?

Fjölmiðlar reyna að gera mikið úr því eins og oft áður að kosningar um embætti í Sjálfstæðisflokknum séu átök um einhverja arma. Fróðlegt væri að vita hjá þeim sem halda þessu fram um hvað er verið að tala.Ég tel mig bara fylgjast nokkuð vel með í Sjálfstæðisflokknum og einhverra hluta vegna fara þessir armar gjörsamlega fram hjá mér. Sagt er í flokknum sé Davíðs armurinn, Geirs armurinn og trúlega eiga að vera til einhverjir fleiri armar.

Auðvitað eru skiptar skoðanir um ýmis mál eins og t.d. ESB. Það eru ekki allir sammála því hvort sækjast eigi eftir aðild að þeim samtökum eða ekki. Mér vitandi snýst það ekki um stuðning við einhverja ákveðna einstaklinga,heldur taka menn málefnalega afstöðu.

Ég hef ekki nokkra trú á því að Davíð Oddsson,Geir H.Haarde eða Þorsteinn Pálsson séu að skipuleggja og leggja á ráðin hver eigi að vera formaður hjá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna.

Svona arma kenningar ganga hreinlega ekki upp. Það er ekkert athugavert við það að menn greini á um það í samtökum eins og SUS hvaða einstaklingur eigi að gegna forystu. Það hefur örugglega ekkert með einhvern af núverandi eða fyrrverandi forystumönnum Sjálfstæðisflokksins að gera.

Þetta armatal eru eingöngu hugarburður sumra vinstri manna,sem fjölmiðlar reyna svo að smjatta á.


mbl.is Ólafur Örn kjörinn formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Skiptir ekki máli hvaða arm er talað um allir eru eiga þeir það eitt sameiginlegt að vera armar á gerspilltum stjórnmálaflokki.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Frjálslyndir sem vilja ganga í ESB og taka upp evru... og svo hinir sem eru þjóðernissinnaðir einangurnarsinnar og frjálshyggjumenn.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.9.2009 kl. 19:04

3 identicon

Davíð Oddsson er byrjaður á skæruhernaði sínum,búin að koma vinnufélaga og þrældyggum stuðningsmanni til forustu í SUS.Undanfarna tvo daga hefir mátt lesa kjánalega ritaða Staksteinapistla í Mogganum(sem verður bráðum sálugi hjá mér eftir 36,ára áskrift.)það er alveg hægt að sjá hver ritar þá.Svo talar þessi digurbarkarlegi Davíð Oddsson niður til nafnleysingja á blogginu,hann sem er búin að skrifa í mörg ár Staksteina í Morgunblaðið,en Staksteinar eru ætíð nafnlausir.Sigurður auðvitað eru svokallaðir armar í þessum SjálfstæðisFLokki,sjáðu hvernig var á síðasta Landsfundi,þar skiptu þeir  sér upp hinir svokölluðu ´´armar´´.(já nei já nei með á móti með á móti fylkingar)Þið Sjálfstæðismenn Sigurður,,,voruð þið ánægðir með það sem AÐAL-maðurinn sagði á fundinum,??Þarna byrjaði fylgi FLokksins að falla eftir ræðu AÐALS.es: tókstu eftir því að þessi nýi formaður SUS,veitti ekki fréttamönnum viðtal eftir kosningu,það segir bara eitt,,hann átti eftir að fá  prógramm frá AÐAL.

Númi (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Allt þetta tal um 'Davíðsarminn' sýnist mér vera upprunið á fréttastofu stöðvar 2.. það er ekki nokkuð einasta sannleikskorn í þessu heldur er þetta aumkunarverð tilraun Baugsmiðilsins að koma höggi á DO með því að bendla allt sem orkar tvímælis í starfi Sjálfstæðisflokksins við hans nafn.

Smölun og ekki smölun.  Er ekki stunduð smölun í öllum kosningum? þ.m.t. þingkosningum, þar sem hringt er í fólk og því jafnvel boðið akstur á kjörstað.  Nema munurinn er þó sá að það eru aðeins takmarkaður hópur úr SUS sem er kjörgengur. Þarna var aðeins verið að bjóða kjörgengum að koma og nýta rétt sinn til að greiða atkvæði sitt.

 Að mínu mati var kominn tími til að hreinsa til í stjórn SUS og fá ferskan mann þarna inn. Stjórnmálaályktun og málefnastarf þingsins var mjög gott á margan hátt, en hefði verið enn betra með betra skipulagi á framkvæmd þingsins og afgreiðslu ályktana.

Viðar Freyr Guðmundsson, 28.9.2009 kl. 03:12

5 identicon

Númi , er engin baugspenni,staðreyndir tala sínu máli.Hverjir stóðu straum af kostnaði flugvélarinnar,og það þarf engin að velkjast í vafa um það að Stríðsglæpamaðurinn(Írak) uppí Hádegismóum er farin að virkja   Náhirðina  sína.

Númi (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 21:16

6 identicon

Það er fyndið að lesa skrif hér að ofan frá Jóni Inga Cæsarssyni´´þjóðernissinnaðir einangrunnasinnar og frjálshyggjumenn´´svo segir Jón Ingi,það er til skammar hve Samspillingarlið er blint á sína forystu.Það jaðrar við að það sé samlíking með drottnunarstimpil á sína forystu líkt og  Armar Davíðsnáhirðarinnar. ESB er kjaftæði.Jón Ingi á að vita betur um rætur sínar en að  vilja það að Íslenska þjóðin verði fylki í Evrópu..........'ISLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband