Formsatriði ? 2ja mánaða seinkun ? 2ja ára seinkun?

Það vakti verulega athygli og vonbrigði þegar Svandís umhverfisráðherra felldi úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur.

Nú er menn alls ekki á eitt sáttir hvað þessi úrskurður Svandísar getur þýtt fyrir framkvæmdir við byggingu álversins í Helguvík og reyndar getur það einnig snert uppbyggingu annarra fyrirtækja.

Bæjarráð Garðs hefur lýst yfir vonbrigðum með úrskurð umhverfisráðherra og fleiri forystumenn á Suðurnesjum og víðar hafa látið í sér heyra.

Auðvitað gengur það ekki að Svandís umhverfisráðherra geti sett framkvæmdir eins og í Helguvík í salt.Atvinnuleysi er mikið á Suðurnesjum er mikið og að framkvæmdir í Helguvík fari á fullt skiptir verulegu máli fyrir svæðið og reyndar landið allt.

Það verður því að fá úr því skorið strax hvað þessi úrskurður þýðir. Það er grafalverlegt mál ef þessi úrskurður þýðir jafnvel allt að tveggja ára seinkun framkvæmfda.

Maður spyr sig, ætla þingmenn Samfylkingar hér í kjördæminu að sætta sig við að ráðherra Vinstri grænna vinni þannig að stöðva uppbyggingu hér á Suðuirnesjum. Þingmenn Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæmi eru hluti af stuiðningsmannaliði ríkisstjkórnarinnar. þeir hljóta að geta sett skilyrði um áframhaldandi stuðning við stjórnina. Bygging álvers og fleiri fleiri fyrirtækja hér er lífsspurmál fyrir framtíð Suðurnesja. Boltinn er hjá þingmönnum Samfylkingarinnar. Það liggur fyrir að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í kjördæminu styðja uppbygginguna hér á Suurnesjum.

Þessi mál verða að komast á hreint strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband