Elín Björg verður góður formaður BSRB.

Það verður ekki auðvelt hlutverk að taka við formennsku af Ögmundi Jónassyni í BSRB. Ánægjulegt er samt að sjá að einhverjir vilja leggja í slaginn og taka eins mikilvægt embætti að sér og formennska í BSRB. Það skiptir miklu máli hvernig haldið er á málum þessa stóra stéttarfélags.

Ég kynntist Elín Björgu í starfi mínu á Suðurlandi. Ég er alveg sannfærður um að Elín Björg mun reynast góður formaður verði hún kosin. Hún er réttsýn og sanngjörn en jafnframt ákveðin baráttukona fyrir réttindum sinna félagsmanna.

Ég hef ekki hugmynd um hvar hún stendur í pólitík eða yfir höfuð hvort hún er einhvers staðar brennimerkt í stjórnmálaflokk. Enda á það ekki að skipta neinu máli í starfi formanns BSRB.


mbl.is Býður sig fram í formannsembætti BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband