Óþarfi að tefja Icesave. það er búið að binda hendur þingmanna Vinstri grænna.

Mér fannst óþarfi hjá stjórnarandstöðunni að koma í veg fyrir að nýtt frumvarp um ríkisábyrgð væri tekin á dagskrá Alþingis. Séu þingmenn vel inní nokkru máli þá hlýtur það að vera þetta Icesave mál.

Það liggur líkla alveg ljóst fyrir að búið er að binda hendur þingmanna Vinstri grænna. Það er alveg auðheyrt á Guðfríði Lilju að hún hefur snúið við blaðinu. Svör Ögmundar gefa einnig til kynna að hann ætlar nú einnig að snúa við blaðinu og styðja málið.

Enda liggur það fyrir að Jóhanna forsætisráðherra sagðist ekki fara fram með málið öðruvísi en það lægi ljóst fyrir að meirihluti sé fyrir því.

Erfitt er að skilja hvers vegna félagarnir í Vinstri grænum hafa nú snúið við málinu og tala gegn sínum eigin málflutningi frá því í sumar. En svona er það.

 


mbl.is Icesave ekki á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér ekkert einkennilegt að þínir menn hafa allir snúið við blaðinu frá því að þeir voru í stjórn eða hefur þú enga skoðun á því.

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mikið væri gott ef þeir snéru sumum öðrum málum við líka ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 22:16

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Siggi,ég er sammála þér að það eigi ekki að tefja málið í þinginu. Það virðist vera komin einhver ný Guðfríður Lilja, það er eins og það sé búið að "skipta um hugbúnað" í henni... Ég held að Ögmundur sitji hjá í atkvæðagreiðslunni.

Birgir Viðar Halldórsson, 21.10.2009 kl. 13:35

4 identicon

Er kannski þarna komin skýringin á nýjum hugbúnaði Guðfríðar Lilju og viðsnúningingi yfir nótt?:
http://www.amx.is/fuglahvisl/10603/

ElleE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:48

5 identicon

Og nei, ég vildi að þeir tefðu eins lengi og þeir geta.  Úr því það verður ekki fellt núna. 

ElleE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband