Voru virkilega 30 fjarverandi ?

Samkvæmt atkvæðatölunni virðast aðeins 33 þingmenn hafa tekið þátt í henni. Voru virkilega 30 þingmenn fjarverandi umræðu og afgreiðslu á svo mikilvægu máli sem greiðslujöfnunarfrumvarpinu.

Það þarf að upplýsa hvaða þingmenn voru viðstaddir og hverjir ekki.

Hafi 30 verið fjarverandi er að með ólíkindum.


mbl.is Greiðslujöfnunarfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða máli skiptir það? Þetta breytir engu fyrir heimilin öðru en að fresta vandamálinu, verðtryggði höfuðstóllinn mun hækka ennþá hraðar en áður vegna enn meiri verðbóta á eftirstöðvar.  Tímabundin breyting á greiðslubyrði þetta skiptir engu.  Forsendubresturinn stendur áfram og eignaupptakan stendur.  Svo ég skil ekki til hvers alþingismenn hefðu átt að vera á móti þessu.  Þeir geta áfram átt sitt fjármagn og fá allt greitt í verðbótum, hækkanir á áfengi, tóbaki, bensíni, sköttum.  Ég gef lítið fyrir þetta frumvarp um "greiðslujöfnun", þetta er búið að vera í boði hjá bönkunum síðan s.l. vetur.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú getur sent Alþingi póst og fengið það uppgefið, ef það er þá ekki á vef Alþingis, sem það ætti raunar að vera að öllu eðlilegu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Er ekki málið að þessir 30 þurfa bara ekkert að koma aftur til vinnu . . .

Axel Pétur Axelsson, 23.10.2009 kl. 19:20

4 identicon

Þekkt aðferð pólítíkusa til að þurfa ekki að taka afstöðu.  Heigulsháttur!

brynjar (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 23:27

5 identicon

Alþingi 138. löggjafarþing. 16. fundur. Atkvæðagreiðsla 41299
69. mál. aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins
(almenn greiðslujöfnun o.fl.)
Þskj. 69.
23.10.2009 14:44
Samþykkt

Atkvæði féllu þannig: Já 32, nei 1, greiddu ekki atkv. 0
 fjarvist 2, fjarverandi 28


AMG: já, APS: já, AtlG: fjarst., ÁI: leyfi, ÁPÁ: já, ÁJ: fjarst., ÁsbÓ: fjarst., ÁsmD: fjarst., ÁRJ: já, BÁ: já, BirgJ: fjarst., BJJ: fjarst., BjarnB: fjarst., BjörgvS: já, BVG: já, DSt: já, EyH: fjarst., EIS: fjarst., GuðbH: já, GLG: fjarst., GÞÞ: fjarst., GStein: já, GErl: já, GBS: fjarst., HHj: fjarst., HöskÞ: fjarst., IllG: fjarst., JóhS: já, JBjarn: fjarst., JónG: fjarst., JRG: já, KJak: já, KaJúl: já, KÞJ: fjarst., KLM: fjarst., LRM: já, LMós: já, MSch: já, MT: fjarst., ÓÞ: já, ÓN: fjarst., PHB: já, REÁ: fjarst., RR: já, SDG: fjarst., SER: já, SII: já, SIJ: leyfi, SF: já, SJS: fjarst., SVÓ: já, SSv: fjarst., TÞH: já, UBK: já, VBj: já, VigH: já, ÞKG: fjarst., ÞSa: nei, ÞSveinb: já, ÞrB: já, ÞBack: já, ÖJ: fjarst., ÖS: fjarst.

já:
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Anna Pála Sverrisdóttir, Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Davíð Stefánsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Guðrún Erlingsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Ólína Þorvarðardóttir, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman

nei:
Þór Saari

leyfi:
Álfheiður Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson

fjarst.:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Eygló Harðardóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

Tobbi (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 23:55

6 identicon

Þarf þetta fólk ekki að vera í vinnuni eða fyrir hvað þiggur það laun,ég vil fá svör við því

Stefán.Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 04:20

7 identicon

Já, Sigurður það voru heilir 5 sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir (Birgir Ármannsson, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir). Hinir 11 (Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir) létu sig hafa það að skrópa.

3 Framsóknarmenn  voru þarna (Guðmundur Steingrímsson, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir) en gjammliðið var hvergi sjáanlegt ( Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson hafði tilkynnt forföll.

Áhugi stjórnarandstöðunnar á málefnum heimilanna er kannski bara fyrir framan sjónvarpsvélarnar  ?

Mikael Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 08:51

8 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta fólk hefur ekkert að gera á Alþingi Íslendinga.  Til hvers erum við með þetta fólk á launum sem við borgum.?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.10.2009 kl. 10:25

9 identicon

Það er ágætt að þetta kemur fram því hér sjáum við svart á hvítu hve mikinn áhuga sjálfstæðisflokkurinn og framsókn hafa á því að koma almenningi til aðstoðar.  Nákvæmlega engann og það er guðsblessun að þessi spillingaröfl og kúlulánahyski séu ekki við völd.  Nógu slæmt er ástandið samt.

Óskar (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 12:10

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það breytir engu hvort það voru Sjálfstæðismenn eða aðrir. þetta er ekki boðlegt gagnvart þjóðinni að aðeins rúmlega helmingur þingmanna mæti til að taka þátt í umræðunni og atkvæðagreiðslu. Hvernir get5a þingmenn ætlast til þess að starf þeirra sé tekið alvarlega?

Sigurður Jónsson, 24.10.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband