Hvers á Svavar að gjalda ?

Ótrúlegt að Össur utanríkisráðherra skuli sýna  félaga Svavari Gestssyni, sendiherra, slíka vanvirðu að velja hann ekki sem aðal samningamann í ESB viðræðurnar. Ég hélt að Svavar ætti nú annað skilið frá sínum félögum. Samkvæmt því sem forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu fyrir nokkrum mánuðum náði Svavar glæsilegum árangri í forystuhluverki með Icesave samningnum við Breta og Hollendinga.

Það er því óskyljanlegt að Össur ætli sér ekki að nýta samningatækni Svavars í ESB viðræðum. Ég hélt að það væri nú æðsta ósk Samfylkingarinnar að fá einhvern til að kyngja öllu sem stóru þjóðirnar í ESB segðu,svo mikið hefur Samfylkingin lagt uppúr að komast í ESB sæluna.

Já,það er illa farið með félaga Svavar.


mbl.is Stefán verður aðalsamningamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Enda ef Svavar hefði farið fyrir nefndinni hefði hún getað klárað þetta á einum stuttum fundi - eina sem hefði þurft að gera er að segja honum hvar hann ætti að skrifa undir -

Óðinn Þórisson, 2.11.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvað hefur eiginlega gerst?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.11.2009 kl. 20:31

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hefði ekki verið nær Siggi að gleðjast yfir val á fagmanni til verksins heldur en að vera alltaf í þessum blessuðum skotgröfum? Það eru akkúrat þessar eilífu  "pólitísku" plammeringar sem færa okkur ekkert það ættir þú að vita eftir að hafa sopið hitt og þetta pólitíska te. Við þurfum að fara komast upp úr hjólförunum.

Gísli Foster Hjartarson, 2.11.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gísli Foster. Svo sannerlega vænti ég Stefán sé góður fagmaður og láti ekki ESB kallana í Brussel plata okkur í samningunum. Steingrímur J. og Vinstri stjórnin hefðu kannsi átt að huga betur að fagmennskunni þegar samið var við Breta og hollendinga um Icesave. Svavarsklúðrið ætlar að verða þjóðinni ansi dýrkeypt. Og það er stór spurning hvers vegna Vinstri stjórnin er nú reiðubúin að hverfa frá fyrirvörum Alþingis sem settir voru í sumar.

Sigurður Jónsson, 3.11.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband