Hvað er Þorsteinn að pæla?

Það hefur komið fram að innan Sjálfstæðisflokksins eru deildar meiningar um hvort Ísland eigi að sækjast eftir aðild að ESB. Mikill meirihluti flokksmanna er samt á þeirri skoðun að hagsmunum Íslands sé betur borgið að vera fyrir utan ESB. Hingað til hefur það á engan hátt háð okkur að vera utan ESB nema síður sé.

Bretar og Hollendingar hafa nú ekki sýnt okkur mikinn vinarhug aað undanförnu,en auðvitað vilja þessar þjóðir fá okkur í ESB. Fiskimiðin eru stór og gjöful sem við Íslendingar ráðum yfir. Það er því eftir þó nokkru að slægjast fyrir þjóðir ESB að ná  okkur inn í klúbbinn.

Já,ég tek undir með Sturlu Böðvarssyni fyrrverandi þingmanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins þegar hann undrast að sjá Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálftsæðisflokksins í fremstu röð með Össuri að ná hraðferð inní ESB.

Auðvitað má Þorsteinn hafa þá skoðun að best sé fyrir okkur að færa valdið til Brussel. Það sé best fyrir Ísland. En Þorsteinn er ekki óbreyttur flokksmaður. Hann er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og því skrítið að hann skuli nú stíga fram á þennan hjátt til að gera forystu Sjálfstæðisflokksins erfiðara fyrir.

Maður skilur ekki alveg tilgang Þorsteins að ganga á þennan hátt gjörsamlega gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ekki viol ég nú samt trúa vangaveltum Sturlu að Þorsteinn sé að ganga til liðs við Samfylkinguna,en það er slæmt að Þorsteinn skuli hafa valið þann kost að vera hægri hönd Össurar í viðræðunum við ESB.Kannski verður hann bara að vera á annarri skoðun en Davíð Oddsson.

 


mbl.is Þorsteinn skuldar skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Afhverju ættuð þið Sjálfstæðismenn að fyrirgera rétti ykkar til að hafa mann þarna inni? Rúmast ekki fleiri en ein skoðun innan ykkar hóps? Er það bannað?

Einhver Ágúst, 13.11.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Plús það að Þorsteinn var nú eitt sinn ykkar formaður og þið hröktuð hann á dyr fyrir annan betri mann að þið tölduð, en að segja það skyggja á þessi störf Þorsteins er náttúrulega firra, það má líka nefna það að ESB var nú ekki einu sinni til þegar Þorsteinn var formaður ykkar þannig að þau rök sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf verið gegn ESB hafa ekkert með hanns formennsku að gera.

Haldið þið virkilega að það sé svo einfalt að innan Sjálfsstæðisflokksins séu allir gegn aðild og innan Samfylkingar allir með aðild? Það er nú ekki alveg satt og virkilega ykkur til vansa ef þið trúið á slíka flokkadrætti í lok árs 2009.

Í raun réttri er lítill sem enginn munur á þessum tveim flokkum, kannski helst að annar er flokkur útflytjenda og einokara á fiskmarkaði og hinn flokkur innflytjenda og einokara á matvæla- og heildverslun á Íslandi. Og svo hefur hvor sitt málgagnið.

Einhver Ágúst, 13.11.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það sem í dag heitir Evrópusambandið og hefur heitið formlega síðan með Maastricht-sáttmálanum 1993 var upphaflega stofnað með Rómarsáttmálanum 1957 og hét þá Efnahagsbandalag Evrópu eða European Economic Community.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.11.2009 kl. 14:55

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er algerlega sammála þessari skoðun þinni Sigurður.

Umfjöllun: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/979052/

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband