Ekkert afskrifað? Hagar fá bónus ef þetta er rétt.

Umræðan um Haga og afskriftir skulda uppá tugi milljarða er að verða hálf undarleg. Finnur Árnason,forstjóri Haga segir að engar skuldir verði afskrifaðar. Er þetta rétt? Hvers vegna hefur viðskiptabanki Haga þá ekki greint frá þessu. Hvaða samningaviðræður eru í gangi ef Hagar ætla að borga allar sínar skuldir uppí topp. Nú hljóta þeir Bónusfeðgar að gefa út yfirlýsingu að þeir ætli að borga hverja einustu krónu sem þeir skulda til bankans. Þetta eru vissulega ánægjulegar fréttir reynist þær réttar.

Stöð 2 og Fréttablaðið hljóta í framhaldi af yfirlýsingu forstjórans að birta yfirlýsingu frá Bónusfeðgum að þeir hafi tryggt greiðslu á hverri einustu krónu og að ekki komi til neinna afskrifta.

Það verður spennandi að fylgjast með.


mbl.is Engar skuldir Haga afskrifaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki HAGAR sem stendur til að afskrifa hjá, það stendur til að afskrifa hjá eigendum HAGA, þeas fyrirtækinu 1998 sem á HAGA.

En nú tefla þeir djarft og setja Jóhannes í framlínuna og vænta stuðnings almennings, setja upp nýtt leiksvið, Davíð gegn Jóhannesi í Bónus.

Búið að stroka út úr handritinu allt sem byrjar á Baugur og Jón Ásgeir og frú og Hreinn Loftsson

toti (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 15:14

2 identicon

Sigurður, þetta er nú ekki mjög flókið mál. 

Hagar er ekki að biðja um afskriftir skulda..........heldur 1998 ehf sem er eignarhaldsfélagið sem á hlutabréfin í Högum.

Sem sagt, eigandi Haga er sá sem er að biðja um niðurfærslu á sínum skuldum.  Ekki Hagar sjálft.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já, mikið rétt. Auðvitað eru þeir Baugsfeðgar að setja upp enn eitt skrípaleikritið.

Sigurður Jónsson, 13.11.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828343

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband