Hvers vegna sitja Suðurnesjamenn ekki við sama borð?

Ég hrökk við þegar Laufey Erlendsdóttir forseti bæjarstjórnar sagði í viðtali í sjónvarpsfréttum að framlaög á hvern íbúa á Suðurnesjum væri það lægsta á landinu hvað varðaði heikbrigðismál.

Fram kom að framlög á hvern íbúa er til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja rúmar 84 þús. á meðan það er 105 þús á íbúa á Suðurlandi og síðan hærri til annarra landshluta.

Þetta vekur óneitanlea furðu og hefur reyndar verið svona um árabil að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki fengið nægjanlegt framlag til að sinna þjónustunni. Það er t.d. furðulegt að ekki skuli hægt að starfrækja heilsugæslustöðvar í jafn stórum sveitarfélögum og Garður og Sandgerði eru.

Einnig er vakin athygli á því að ríkisvaldið er sífellt að draga úr framlögum til sjúkraflutninga á Suðurnesjum og velta því vandanum yfir á sveitarrfélögin.

Það hlýtur að vera nauðsynlegt að ríkisvaldið taki þessi mál til skoðunar. Það er ekki hægt að svelta Suðurnesin á þennan hátt. Þingmenn kjördæmisins hljóta að hlusta á orð forseta bæjarstjórnar Garðs og vinna í framhaldinu að lagfæringu þessara brýnu hagsmunamála Suðurnesjamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband