Hvers vegna vill Vinstri stjórnin endilega fæla erlenda ferðamenn og fjárfesta frá Íslandi?

Alveg er það með ólíkindum að Vinstri stjórnin skuli telja það eitt af sínum höfuð verkefnum að haga málum þannig að fæla frá landinu erlenda ferðamenn. Og að auki að haga málum þannig að fæla einnig frá erlenda fjárfesta.

Var það nú akkúrat rétti tímapunkturinn núna að leggja alls konar gjöld á ferðamennskuna,þannig að erlendir ferðamenn hætti að koma til landsins.Um nokkurt skeið hefur verið mjög hagstætt fyrir útlendinga að heimsækja Ísland. Framundan var von um mikla grósku í þessu gjaldeyrisskapandi atvinnuvegi okkar. Þá virðist Vinstri stjórnin sjá ofsjónir yfir því og skattsýkin nær yfirhöndinni,þannig að Jóhanna og Steingrímur J. hrópa, þarna getum við sko aldeilis náð okkur í peninga. Því miður eru miklu meiri líkur á því að með sinni skattasýki séu þau að fæla frá og draga verulega úr fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Hvað er þá unnið með skattpíningarstefnunni?

Hvað er unnið með því að setja á alls konar álögur sem fæla munu erlenda fjárfesta frá Íslandi.Ekki munu tekjumöguleikar landsins aukast við það.

Átti ekki að standa vörð um hina venjulegu fjölskyldu í landinu? Er Vinstri stjórnin að gera það meða skattasýki sinni.Beinir skattar hækka,óbeinir skattar hækka. Hækkanirnar leiða af sér hækkun verðbólgu,sem hækka svo lánin o.s.frv.

Nú hafa Sjálfstæðismenn benta á aðrar leiðir, þannig að hægt væri að komast hjá þessum miklu skattahækkuna. Hvers vegna má ekki skattleggja viðbótarlífeyrissparnaðinn við inngreiðslu? Vinstri stjórnin hefur ekki svarað því með neinum haldbærum rökum.


mbl.is Ýtir undir landflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Nú hefur gengið hrunið síðan fyrir rúmu ári sem þýðir að það er mun ódýrara fyrir ferðamenn að dveljast hér en áður.

Finnst þér ósanngjarnt af ríkissjóði að taka hluta af þessum hagnaði ferðamanna?

Eftir sem áður en mun hagstæðara fyrir ferðamenn að koma hingað.

Sigurður Haukur Gíslason, 19.11.2009 kl. 01:58

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Aldrei þessu vant hafa kommarnir punkt.

Vandinn er bara að þeir yfirgera og drepa gullgæsina með ofskattlagningu.

Kolbeinn Pálsson, 19.11.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband