Gerir OECD ráð fyrir að Vinstri stjórn verði áfram. Ef svo er stenst spáin ekki.

Það verður enginn hagvöxtur hér á landi ef Vinstri stjórnin verður við völd árið 2010 og 2011. Fyrstu mánuðirnir sem liðnir eru af kjörtímabilinu sýna það svo umbúðalaust að ekki eru nokkrar líkur til að fyrirtækin í landinu og heimilin geti reiknað með hagvexti á meðan við búum við afturhalds og skattpíningarstefnu Samfylkingar og Vinstri grænna.

OECD hlýtur því að ganga út frá því í sínum spám að ný ríkisstjórn taki fljótlega við af Vinstri stjórninni.


mbl.is OECD spáir hagvexti hér 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt  það verður enginn hagvöxtur ef snillingarnir sem kunnu bókhaldsbrellurnar komast ekki að kjötkötlunum aftur.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 09:32

2 identicon

Já það er eins gott að við fáum sem fyrst stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á ný -- hún gekk svo skratti vel síðast! Hún myndi örugglega lækka skattana, gefa vinum sínum bankana, veita öllum húsnæðislán upp í topp, sleppa öllu eftirliti með útrásinni, og skilja síðan vinstri menn með skítinn þegar allt hrynur og segjast ekkert skilja í öllu saman.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Enda hefði átt að láta ihaldið borga þessar skuldir sem þeir stofnuðu til. og engir aðrir.

Árni Björn Guðjónsson, 20.11.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar ríkisstjórnin verður búin að stoppa allt sem hreyfist þarf ekki mikið til svo að hægt verði að tala um vöxt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.11.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband