Munar Finn í Kaupþingi ekkert um 50 milljarða ?

Jóhannes í Bónus sagði í Kastljósi fyrir nokkrum dögum að félög þeirra feðga hvort sem það væru Hagar eða 1998 myndu að fullu greiða upp allar sínar skuldir. Ekki þyrfti að afskrifa eina einustu krónu hjá Nýja - kaupþingi. Ekki vildi Jóhannes upplýsa um hve háa upphæð væri að ræða en talan 50 milljarðar eða jafnvel hærri upphæð.

Það er4 merkilegt að eftir slíkar yfirlýsingar skuli Finnur bankastjóri ekki vilja segja neitt við fjölmiðla. Maður hefði nú ætlað að Finnur myndi fagna yfirlýsingu Jóhannesar. Það hlýtur að vera aldeilis ánægjulegt fyrir bankann að fá yfirlýsingu um að 50 milljaraðr verði greiddir. peningar sem bankinn reiknaði alls ekki með að fá að fullu. Jafnvel hefur verið búið að afskrifa eitthvað hjá gamla Kaupþingi en nú ætlar Jóhannes að greiða að fullu allt til baka.

Auðvitað hlýtur að koma sameiginleg yfirlýsing frá Jóhannesi og Finni um að tryggt hafi verið að greiðsla á skuldum þeirra feðga verði geiddar að fullu. Ef slík yfirlýsing kemur ekki er eitthvað rotið við þetta allt,


mbl.is Kaupþingsstjórn þögul sem gröfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta Kastljósviðtal var þættinum til algjörar skammar. Ekki var hallað einu orði að fyrirtæki þeirra feðga, Baugi. Eru kröfurnar þar ekki um 350 MILLJARÐAR króna eða voru það 1100 milljarðar ?  Eignir: Þota, snekkja, lúxuxíbúðir, skíðaskáli & fl. Ætlar Jóhannes að borga þetta eða töpum við skattgreiðendur milljörðum á honum. Ég legg til að einhver talnaglöggur maður reikni það nú út hvað skattgreiðendur muni borga með þessum gæjum hvern dag síðan þeirra viðskiptaferill hófst. 20 milljónir á dag, 365 daga á ári ? Sigmar, ekki spyrja vin þinn Jóhannes, hann gæti komist í vandræði. Svo hefur enginn spurt af hverju þessi Baugs/Bónus fyrirtæki hafa mokað fé í Samfylkinguna á síðustu árum. Af hverju nutu aðrir flokkar ekki góðs af þessari endalausu peningauppsprettu íslenskra skattgreiðenda ?

Öddi (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband