Eyjamenn leggja meira til þjóðarbúsins. Ríkið verðlaunar með auknum niðurskurði.

Ánægjulegt er að sjá í Eyjafjölm,iðlunum fréttir þess efnis að Vestmannaeyjar eru að auka hlut sinn í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Það sannast nú betur en nokkru sinni áður hversu miklu það skiptir fyrir þjóðarbúið að atvinnulífið sé öflugt í sjávarútvegsplássum eins og Vestmannaeyjum.Fram kemur einnig að staða bæjarsjóðs undir forystu meirihluta Sjálfstæðismanna er veruleg góð. Á síðustu árum hefur orðið um algjöran viðsnúning að ræða. Fyrir örfáuum árum var Vestmannaeyjabær með skuldsettustu sveitarfélögum landsins,en staðan nú er all,allt önnur til hins betra. Auðvitað spilar inní bætta stöðu sala á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja og til viðbótar hefur stjórn Elliða bæjarstjóra á málum sveitarfélagsins verið til mikillar fyrirmyndar.

Það er eðlilegt að Eyjamönnum gremjist það að á sama tíma og þeir leggja meira og meira til þjóðarbúsins sker Vinstri ríkisstjórnin meira og meira niður af framlögum sínum til Vestmannaeyja. Að sjálfsögðu er þetta alrangt. Ríksvaldið á að gera allt til þess að efla landsbyggðina. Það sýnir sig nú þegar allt verðbréfabraskið er hrunið að það er atvinnuvegur eins og sjávarútvegurinn sem skapar hin raunverulegu verðmæti.

Þess vegna á ríkisvaldið að gera allt sem það getur til þess að efla þessi byggðarlög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar bankakerfi hrynur, sem var orðið tífalt stærra en restin af þjóðarframleiðslunni, eykst að sjálfsögðu "hlutdeild" þeirra, (hlutfallslegt framlag) sem eftir eru í þjóðarbúskapnum.

Samkvæmt því ætti að auka opinbert framlag til allra þeirra sem eftir eru, en það gengur auðvitað ekki upp þegar hinn mikli missir veldur stófelldu tjóni og útgjöldum.

Að þessu sögðu vil ég hins vegar segja og leggja sérstaka áherslu á, að ég óska Vestmannaeyingum til hamingju með hlut þeirra í endurreisn efnahagslífsins sem rímar algerlega við mínar áherslur, þ. e. að hlynna eigi af öllu megni að sjávarútvegi og ferðaþjónustu og hætta dekri við stóriðjuframkvæmdir.

Á báðum sviðum geta Vestmannaeyingar lagt mikið fram með dugnaði sínum og framsækni í krafti nýrrar hafnar á Landeyjasandi.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband