Skiptir ekki máli hvað Brown segir. Ólafur Ragnar,forseti hlýtur að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Svarbréf Browns sýnir hvernig Bretar líta á Icesave og að það séu þeir sem ráða. Að sjálfsögðu fagnar Brown því að Jóhanna ætlar nú að falla frá fyrirvörum Alþingis frá í sumar. Fagnaðarlæti Browns egja ansi mikið um hvernig samningurinn er gagnvart Íslandi.

Jóhanna undirstrikar svo að Ísland ábyrgist Icesave reikningana þó svo að okkur beri ekki skylda til þess.Hvers konar málflutningurb er þetta nú eiginlega.

Svo segir Jóhanna að ef dómstólar komist að því að okkur beri ekki að greiða,þá vonar hún að Bretar Og Hollendingar sýni okkur sanngrini. Bíddu nú við. Ef dómar verða okkur í hag, hvers v egna þurfum við þá að óska eftir að Bretar og Hollendingar sýni okkur sanngirni?

Annars þurfum við ekki að hafa svona miklar áhyggjur af þessu. Jafnvel þó Vinstri stjórnin  samþykki nýjasta samninginn á Alþingi þá liggur auðvitað á borðinu að Ólafur Ragnar mun neita að skrifa undir og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ólafur skrifaði undir lögin frá því í sumar vegna þeirra fyrirvara sem settir voru og gat þess sérstaklega í bókun. Falli Alþingi nú frá þeim fyrirvörum eru rök Ólafs Ragnars fyrir samþykki sínu fallin.

Eins hlýtur Ólafur Ragnar að meta það svo að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum samningi samkvæmt skoðanakönnunum. Hyldjúp gjá hefur þannig myndast milli meirihluta þingmanna og almennings í landinu. Það er eitt af því sem Ólafur Ragnar getur ekki liðið og mun því einnig af þeirri ástæðu vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er talið nokkuð öruggt að stuðningsmenn Vinstri stjórnarinnar muni hleypa samningnum í gegn,en þá mun Ólafur Ragnar vísa honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Efast nokkur um það?

Ekki verður því trúað að forsetinn sé á kafi í pólitíkinni eða hvað??


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ólafur Ragnar skrifar undir, engin hætta á öðru. Það er nefnilega mergur málsins að forsetinn er á kafi í pólitík og eins og öllum á að vera ljóst þá er hann smiðurinn þessa stjórnarsamstarfs og hann svífst því einskis að halda lífinu í óstjórninni

Þórólfur Ingvarsson, 26.11.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er ekkert vit í að setja Icesave í þjóðaratkvæðisgreiðslu nema að þjóðin kjósi um ESB aðild á sama tíma.  Þjóðin verður að fá að kjósa um framtíðarsýn landsins í heild en ekki í bútum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.11.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara mjög elileg viðbrögð frá Hr. Brown og ekkert um þau að segja. 

Hva- hvað í andsk. átti maðurinn að segja ?

Það liggur alveg fyrir og hefur alla tíð gert frá fyrsu sekúndu að ísland er bundið af lögum að standa undir umræddu lágmarki.  Allir sammála um það.

Það að einhverjir 2-3 sjallabjálfar ásamt FramHreifingar ruglukollum hafi ákv. að þyrla upp pólitísku bullmoldviðri þessu viðvíkjandi er ekkert mál Hr. Bowns.

Honum gæti ekki verið meira sama - skiljanlega náttúrulega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2009 kl. 11:44

4 identicon

Það vellur uppúr þér ruglið og vitleysan ómar bjarki.

Hvort ertu svona fáfróður um þetta mál eða ertu bara með áróður?

Geir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband