Samfylkingin vill stríð við sjávarúrveginn á landsbyggðinni.

Merkilegt að Samfylkingin skuli ætla sér í algjört stríð við sjávarútvegsplássin á landsbyggðinni. Jón Bjarnason,sjávarútvegsráðherra,segir að breytingar á núverandi kvótakerfi verði að gerast í sátt og samlyndi við hagsmunaaðila.Nú kemur Samfylkingin og ítrekar stuðning við fyrningaleiðina og talar þannig þvert gegn orðum sjávarútvegsráðherra.

Það virðist eins og Samfylkingin hafi mestan áhuga á því að leggja sveitarfélög landsbyggðarinnar í rúst. Það skal haldið áfram með fyrningaleiðina,það skal afnema sjómannaafsláttinn, það skal keyra þjóðina í ESB og færa herrunum í Brussel yfirráð yfir fiskimiðunum.

Það er varla öfundvert hlutverk að vera þingmaður Samfylkingarinnar á landsbyggðinni, en þingmennirnir láta þetta samt yfir sig ganga. Merkilegt.


mbl.is Kviki ekki frá fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að krefjast fyrningarleiðar er ekki stríð við sjávarbyggðir  á landsbyggðinni heldur við útgerðarauðvaldið. Staða lítilla sjávarbyggða mun styrkjast við þetta því með þessu er lokað fyrir það að einstakir útgerðarmenn geti selt lífsbjörgina frá þeim. Verði þessi leið farin er tryggt að alltaf verður til nóg af leigukvóta fyrir þær byggðir. Útgerðarfélög munu þá greiða leigu fyrir kvóta í stað þess að greiða leigu fyrir peninga, sem þær fengu að láni til að kaupa kvóta. Með þessari leið geta stjórnvöld líka tryggt að öll sjávarpláss hafi veiðiheimildir til að halda fiskvinnslu gangandi og halda þannig uppi atvinnu. Þau hafa ákaflega takmarkaða möguleika á slíku í dag.

Þeir einu, sem tapa á fyrningarleiðinni er útgerðarauðvaldið. Það að koma öllum kvóta á almennan leigumarkað og láta arðinn af leigu heimildanna fara í að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóarinnar væri mikið framfaraspor í fiskveiðimálum á Íslandi og mun skapa þjóðinni mun meiri arð af fiskveiðiauðlind sinni en hún fær af henni í dag.

Sigurður M Grétarsson, 28.11.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður þú segir að þingmenn SF láti þetta yfir sig ganga - er ekki stóra spurningin ekki þessi - hafa þeir skoðanafrelsi - ekki hefur mér sýnst það.

Óðinn Þórisson, 28.11.2009 kl. 17:46

3 identicon

Rétt hjá Sigurði. Fyrningarleiðin er reyndar líklega til að hafa góð áhrif til langs tíma fyrir útgerð á Íslandi, hvetur til nýliðunar og stöðvar fjármagnsflóttann úr greininni, þó svo að hún bitni vissulega á núverandi handhöfum kvótans. En hagur núverandi handhafa og sjávarútvegsins í heild (sjómanna, fiskvinnslufólks, nýliða í útgerð o.s.frv.) er ekki þeir sömu. Hvað þá auðvitað þjóðarinnar, sem hefur ekki notið eðlilegs arð að auðlindinni.

Haukur (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Sæll Sigurður Jónsson,

 það lítur allt út fyrir að þú vitir ekkert um hvað þú talar. Stríð við landsbyggðina. Þvílíkt bull. Þú talar í andstæðu. Rökstyddu fyrst hvers vegna, og komdu svo með niðurstöðu. Hvernig ætti fyrningarleiðin að skaða landsbyggðina?

Einar Ben Þorsteinsson, 28.11.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það lítur út fyrir að þröng klíka vilji heyja endalaust stríð við þjóðina út af gjörspilltu kvótakerfi - sem m.a. virðist hafa verið miosnotað til að veðsetja sjávarútveg langt umfram greiðlsugetu  í gömlu bönkunum..... hvers vegna...-

var það til þess að gömlu bankanrir gætu selt skuldabréfin af þessari "viðskiptavild" (kvótaveð) inn á erlendar lánalínur til að skapa gömlu bönkunum nýtt lausafé....

svo virðist allt gamla sukkið  af þessum kvótaveðum í Landsbankanum svo  hafa verið "sjanghæjað" yfir í NIB - samþykkti Fjármálaeftirlitið það - hver ber pólitíska  á byrgð á þeirri yfirfærslu ??? 

Þarf ekki  nýja Fjármálaefetirlitðið   að skoða hver djöfullinn er þarna á seyði að færa þetta allt úr gamla Landsbanka yfir í NIB.... átti ekki að skilja óborganlegar skuldir eftir í gamla Landsbanka???

og af hverju er þú meðvirkur með þessu öllu...???

Kristinn Pétursson, 28.11.2009 kl. 22:12

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég legg til að þeir sem segjast vera í Samfylkingunni og eru að skrifa hér að ofan lesi stenfuiskrá Samfylkingarinnar því að hafa þeir greinilega ekki gert,eða þeir eru ekki læsir eða skilja ekki stefnuskrána.Það er staðreynd að ríkið hefur ekki haft veiði réttinn.Hann hafa haft í 90% fyrirtækja í sjávarútvegi sem eru staðsett á Landsbyggðinni.Ríkið er staðsett í R.vík og þar fer mestöll atvinnustarfsemi ríkisins fram.Ef ríkið sviptir þessi 90% fyrirtækja í sjávarútvegi veiðiréttinum þá er það aðför að landsbyggðinni.Síðan reynir Samfylkingin að telja fólki trú um það að það sé betra fyrir sjávarpláss á landsbyggðinni að borga ríkinu við Faxaflóann fyrir veiðiréttinn.Þetta afætulið heldur greinilega að fólk á landsbyggðinni sé fífl en það ekki.Ég held að það sé öfugt.

Sigurgeir Jónsson, 28.11.2009 kl. 22:17

7 identicon

Hvaða rök eru fyrir því að sjávarútvegurinn eigi að greiða meira en aðrar atvinnugreinar til samfélagsins. Ég held að það sé alveg ljóst að við getum ekki tekið eina grein út fyrir sviga því það er hægt að líta svo á að öll atvinnustarfsemi nýti auðlindir okkar beint eða óbeint og allan kostnað fyrirtækja þarf að sækja og það dettur ekkert af himnum ofan sem lætur kostnaðinn hverfa. Svona að lokum þá er það ekki gott að þingmenn séu að ala á ranghugmyndum tala nú ekki um þá sem hafa alla tíð lifað á hinu opinbera það er móðgun við allt það góða fólk sem stritar við gjaldeirsöflun í þessu landi.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá fara þeir peningar, sem renna í ríkissjóð til að halda uppi samneyslu allrar þjóðarinnar, ekki bara íbúa við Faxaflóa.

Í öðru lagi eru mörg stór útgerðarfyrirtæki við Faxaflóa. Reykjavík, Hafnafjörður, Reykjanesbær og Akranes eru nokkuð stór útgerðarpláss og ég er viss um að þau séu með meira en 10% kvótans.

Í þriðja lagi þá njóta ekki hinir almenu íbúar landsbyggðarinnar rentunnar af þeim kvóta, sem fyrirtæki úti á landi hafa heldur aðeins eigendur þeirra fyrirtækja.

Í fjórða lagi þá getum við Samfykingarmenn alveg haft sjálfstæðar skoðanir óháð stefnuskrá eða yfirlýstri stefnu Safmfylkingarinnar. Það er sennilega ekki nokkur maður sammála öllu því, sem hans flokkur stendur fyrir. Það er hins vegar mismunandi hvort menn þora að segja það. Hins vegar spyr ég þig, hvað í orðum mínum hér að ofan er andstætt stenuskrá Safmylkingarinnar?

Sigurður M Grétarsson, 29.11.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband