Hafa norrænu blaðamannasamtökin lýst yfir áhyggjum af Baugsmiðlunum?

Það vekur verulega undrun að norrænir blaðamenn virðast hafa mikla innsýní íslenska fjölmiðla og fylgjast grannt með fréttaflutningi og skrifum þeirra. Fleiri virðast skilja íslensku á norðurlöndunum en maður áttaði sig á. Líklegra er þó að einhver eða einhverjir matreiði þessa ágætu blaðamenn á upplýsingum,sem þeir svo álykta útfrá.

Reyndar spyr maður sig. Hvað kemur norrænum blðamannasamtökum yfir höfuð við hvernig eignarhaldi hér er háttað eða hvernig fjölmiðlum er ritstýrt. Hefur íslenska blaðamannafélagið verið að kafa ofaní norræna fjölmiðla og sent frá sér ályktanir um eignarhald og ritstjórn. Ég held ekki.

Svo er það furðulegt ef hinir norrænu blaðamenn hafa svona miklar áhyggjur af Davíð Oddssyni sem ritstjóra Morgunblaðsins. Ég hef ekki séð neinar ályktanir frá norrænu blaðamannasamtökunum um samþjöppun á eignarhaldi Baugsfjölmiðlana. Þar eru þó mikil tengsl ráðandi aðila á matvælamarkaði,útrásar og margra,margra annara þátta í atvinnulífinu. Baugsveldið hefur enn yfirráð yfir Fr´ttablaðinu,Stöð 2 og fleirum fjölmiðlum.

Miðað við reynslu af fréttaflutningi í Morgunblaðinu og Baugsmiðlum held ég að norrænu blaðamannasamtökin ættu frekar að hafa áhyggjur af þeirri fréttamennsku og ritstjórnarstefnu sem stunduð er á Baugsmiðlunum.


mbl.is Segir norræn blaðamannafélög fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband