Ótrúlegur stuðningur við Icesave flokkana.

Alveg er það hreint ótrúlegt að 26% kjósenda skuli styðja Samfylkinguna og 23 % þjóðarinnar Vinstri græna.Þetta eru flokkarnir sem ætla að hlýða tilskipun Breta og Hollendinga og skuldbinda Ísland til að greiðslu næstu áratugina á skuld sem íslenskur almenningur stofnaði ekki til.

Að svona mikill fjöldi skuli styðja þá flokka sem vilja færa yfirráð okkar Íslendinga á auðlindum okkar til ESB herranna í Brussel kemur vissulega á óvart.

Þrátt fyrir allt virðist þjóðin ætla að sætta sig við þetta allt saman.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það "alveg hreint ótrúlegt", að þú skulir vera það óforskammaður Sigurður, að kalla þá flokka, sem áttu minnstann þátt í Icesave skrýmslinu, Icesave flokka. Icesave er skiligetið afkvæmi Íhaldsins og hækjunnar. Rétt er það að almenningur stofnaði ekki til Icesave skuldann, en hann kaus til valda afglapa eins og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Já, Sigurður, því fylgir ábyrgð að hafa kosningarrétt. Think about it!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við eigum engra annarra kosta völ en að koma þessu Icesafe máli frá með þessum aðgerðum. Bretar, Hollendingar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa reynst okkur nógu erfiðir viðsemjendur. Við þurfum að velja hvort við fórnum minni hagsmunum til að bjarga mikilvægari hagsmunum.

Hagsmunir okkar eru að koma atvinnulífinu sem fyrst af stað og gera okkur aftur „gildandi” meðal annarra þjóða. Lánshæfni okkar hefur fallið og erum við í svipuðum sporum og þær þjóðir sem fram að þessu hafa staðið okkur langt að baki.

Eigum við að vera eins og strandaglópar á skerinu og horfa á hverja björgunarsveitina fara fram hjá okkur án þess að hafast neitt að til að krafsa í bakkann? Þetta málþóf á þingi hefur ekki komið neinu áleiðis og sennilega verður það talið vera eitt mesta óhapp að ganga ekki sem fyrst frá þessum erfiðu málum.

Það eru mun fleiri lán og hærri en þessi sem tengjast Icesafe. Og við þurfum að hafa Breta með okkur til að hafa uppi á þessum verðmætum sem útrásarvíkingarnir komu undan og einnig að upplýsa betur stöðu mála og koma lögum yfir þessa þokkapilta!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek nú að nokkru leyti undir með Hauki - IceSave er nú eldra en frá því í sumar.

En svo er maður farinn á fá þann hroll að við séum ófær sem þjóð eftir atgang síðustu ára að sjá um okkur sjálf og því sé kannski bara best að koma okkur sem fyrst undir ESB og láta þá allavega halda í ákveðna spotta varðandi þjóðina þaðan - svei mér þá

Gísli Foster Hjartarson, 3.12.2009 kl. 11:39

4 identicon

Held að kratar og kommar sem gapa ættu að hugsa um það hvað gerði bönkunum kleift að fara í útrás.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:39

5 identicon

VG á engan þátt í Icesave skrýmslinu, það er rétt, en það á Samfylking hins vegar.  Ári eftir að Björgvin Sigurðsson settist í stól viðskiptaráðherra var stofnað til Icesave í Hollandi.  Hann er þá ekki alveg saklaus !!

Reyndar er ótrúlegt hve vel Björgvin hefur sloppið frá þessu, var meira að segja kosinn fyrsti þingmaður Sunnlendinga.  Hans eina hlutverk í Hrunstjórninni var að hugsa um 3 banka, nokkra sparisjóði og eitt fjármálaeftirlit !    En það var greinilega of erfitt, allt fauk um koll á hans vakt.   ...og Icesave í Hollandi gerðist alfarið á hans vakt !!

Guðjón (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Elle_

VG og Samfylkingingin eiga ALLAN þátt í Icesave skrímlinu fyrir að ætla að pína ÓLÖGLEGUM þrælasamnngi yfir þjóðina.   Við verðum að hafna ólöglegri kúgun. 

Elle_, 4.12.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband