Samfylkingin vill þetta blessaða málfrelsi burt.

Já,það kemur svo sem ekki á óvart að Vinstri menn skuli vera þreyttir á að hafa stjórnarandstöðu sem hefur skoðanir og telur nauðsynlegt að ræða málin.

Auðvitað er mikið einfaldara að leyfa bara eina skoðun og vera ekki að þvælast með þetta málfrelsi og ritfrelsi. Auðvitað væri það þægilegra fyrir Steingrím J.og Jóhönnu verkstjóra.

En ætli það hefði nú verið betra fyrir þjóðina ef Icesave samningur félaga Svavars hefði verið samþykktur í byrjun. Ætli það hefði verið hagstætt fyrir þjóðina. Jóhanna og Steingrímur J. vildu samþykkja þann samning án umræðna og án þess að þingmenn fengju að sjá hann. Sem betur fer gerðist það ekki.

Þeir sem eru að fara með lýðræðið og málfrelsið eru Vinstri menn. það er forkastanlegt að neita að ræða málin á Alþingi. Það hefði örugglega flýtt fyrir afgreiðslu á Alþingi ef Vinstri menn hefðu s´ðynt þá virðingu að taka þátt í umræðunum af fullum krafti.

Það er mjög alvarlegt hvernig vinstri menn á Alþingi haga sér. Svo dettur vinstri mönnum að eina í hug að nauðsynklegt sé að banna umrræður. Sem sagt vinstri menn vilja afnema málfrelsið.

 


mbl.is Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

jæja segðu..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er ekki rétt. Málfrelsi er einn af hornsteinum mannréttinda en það má takmarka umræður á þingi þegar málþóf verður eins og nú.

Lestu 57. og 59. grein þingskaparlaga. Þingforseti hefði mátt beita heimildaákvæði í 2.mgr. 57. gr. og látið greiða atkvæði um þá ákvörðun sína.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 14:45

3 identicon

Ef að þessu yrði gæti Nágrímur ALDREI aftur verið í minnihluta.... eins og hann stefnir nú hraðbyr í eftir að hafa látið Nornina taka "gosa" á sér og fengið hann til að svíkja ALLA í baklandi sínu og flokki!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:02

4 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. Þetta málþóf er fáránlegt.

Og ef þingsköpin eru svo gölluð að minnihlutinn getur haldið meirihlutanum í gíslingu vikum saman og hindrað að vilji meirihluta þingsins nái fram að ganga, þá þarf að breyta þingskaparlögum eins og Ólína bendir réttilega á.

Kjósandi (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:16

5 Smámynd: Elle_

Ekki kallast það málfrelsi, Guðjóna, að þurfa að sæti ofbeldi stjórnarliða fyrir að vinna vinnuna sína og verja þjóðina gegn kúgun?  Og það ERU þeir að gera.  Það vita þeir sem hafa verið að HLUSTA.

Elle_, 4.12.2009 kl. 18:17

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvernig var það hjá Jóhönnu - allir við ríkisstjórnarborðið áttu að hafa sömu skoðun - einn hafði ekki sömu skoðun og var hann rekinn úr stjórninni - skoðanafrelsi og málfrelsi er á undanhaldi í SF

Óðinn Þórisson, 4.12.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband