Ólafur Ragnar á aðeins tvo kosti, að vísa Icesave í þjóðaratkvæði eða segja af sér.

Nú stefnir í að um helgina hafi 30 þúsund kjósendur skrifað undir áskorun til Ólafs Ragnars,forseta,að skrifa ekki undir Icsave og vísa málinu í þjóðaratkvæði.

Miðað við fyrri gjörðir forsetans og skoðanir um gjá milli þings og almennings á forsetinn aðeins tvo kosti í stöðunni. Sá fyrri er að skrifa ekki undir og vísa málinu í þjóðaratkvæði. Hinn kosturinn er að Ólafur ragnar segi af sér embætti forseta.

Ólafur Ragnar mun ekki komast upp með þriðja möguleikann að stinga af og láta handhafa forsetavalds skrifa undir.

Nú er bara að sjá hvort Ólafur Ragnar velur þjóðaratkvæðagreiðslu eða afsögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hann á aðeins einn kost, og sá er að segja af sér. Hann er ekki trúverðugur sameiningartákn þjóðarinnar.

Hörður Þórðarson, 5.12.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann á einn góðan kost – þann kost sem samrýmist bezt fyrra fordæmi hans að fara að áskorunum tugþúsunda vegna annarra laga frá Alþingi (fjölmiðlafrumvarpsins) og hans eigin áskilnaði þegar hann skrifaði upp á Icesave-lögin í ágúst, með skýrri vísan til fyrirvaranna mikilvægu – og þessi kostur er : að synja nýjum Icesave-lögum stjórnvalda staðfestingar og skjóta málinu undir dóm þjóðarinnar.

Hér er líka frábærlega skýr hugsun Völu Andrésdóttur Withrow lögfræðings um málið (HÉR):

"... upphaflega er allt vald hjá fólkinu en fólkið veitir sumt af sínum völdum til stjórnvalda í gegnum samninginn sem við köllum stjórnarskrá. Ef fólkið hefur ekki veitt ákveðið vald til stjórnvalda með skýrum orðum þá hlýtur það vald almennri skynsemi samkvæmt að vera áfram hjá fólkinu. Þá kemur ekki annað til greina en þjóðaratkvæði eða stjórnlagaþing við ákvarðanatöku sem liggur utan valdsviðs stjórnvalda samkvæmt stjórnarskrá. Ég styð ekki þá hugmynd að ríkið geti túlkað upp á sig meira vald en því er gefið skýrum orðum í stjórnarskrá, því hver veitti þá það vald? [...]

Vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu "trompar" allt, hvort sem það er þingið eða framkvæmdavaldið. Það er vegna þess að allt stjórnvald er frá þjóðinni komið. Það að orð þjóðar séu rétthærri stjórnvöldum er jafn eðlilegt og að orð ráðherra séu rétthærri orðum aðstoðarmanns hans, eða að orð þingmanns séu rétthærri en mötuneytisstjóra þingsins, eða að orð eiganda eða stjórnar fyrirtækis séu rétthærri en orð almenns starfsmanns, hvert á sínu sviði. ..." (Tilvitnun lýkur.)

Jón Valur Jensson, 5.12.2009 kl. 02:57

3 Smámynd: Jens Guð

  Þú gleymir þriðja kostinum:  Að kauði laumist úr landi og láti handhöfum forsetavalds eftir ákvörðun um hvort skrifað verði undir eða málinu vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ég hef sterkan grun um að hann velji þá leið.  Sjá einnig:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/988270/

Jens Guð, 5.12.2009 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband