Gagnsæi og íbúalýðræði vinstri manna orðin tóm.

Það vantar ekki slagorðin og upphrópanirnar hjá vinstri mönnum um nauðsyn á að allt eigi að vera gagnsætt og uppi á borði.Vinstri menn hafa einnig haft mikil og sterk orð um íbúalýðræði og íbúakosningu.

Framkvæmd mála hjá vinstri mönnum er á allt annan veg. Pukrið og leyndin sem Vinstri stjórnin hefur viðhaft um upplýsingar um Icesave er dæmi um að þeir framkvæma ekki gagnsæiið eins og þeir boða. Það er því ósköp eðlileg krafa frá stjórnarandstöðu að leynd verði aflétt af öllum skjölum sem eru aðgengileg þingmönnum í Icesave málinu.

Vinstri stjórnin hefur talað mjög fyrir íbúalýðræði og íbúakosningu um mál. Þetta eru þvílík öfugmæli að ekki eru til nægjanlega sterk orð til að lýsa því.

Vinstri stjórnin vildi ekki leyfa þjóðinni greiða atkvæði um það hvort við ættum að senda inn umsókn um aðild að ESB.

Vinstri stjórnin vill ekki vísa Icesave málinu í Þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eru þetta ekki nógu stór mál til að þjóðin fái að segja sína skoðun. Hvaða málefni ætli Vinstri stjórnin telji nægjanlega stór til að vísa til þjóðarinnar. Eða verða þau kannski ansi lítil eða engin málin sem þjóðinni verður treyst til að kjósa um.

Allavega held ég að Vinstri menn ættu að spara orð sín um ást á íbúalýðræði og íbúakosningu.


mbl.is Vilja að leynd verði aflétt af öllum skjölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útskýringar fjölfræðingsins Indriða Þorlákssonar um ástæðu þess að hann þyrfti að fá gögnin í prívatpósthólfið sitt eru afar athyglisverðar:

https://postur.stjr.is/portalr.nsf

 (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband