Sjálfstæðismenn bæjarstjórna í vel stæðum sveitarfélögum hljóta að berjast fyrir að álögur séu í lágmarki.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að í landinu er Vinstri stjórn. Það þarf því ekki að koma nokkrum manni á óvart að helstu úrræði Vinstri manna við lausn vandamála er að hækka skatta og hækka aftur skatta á almenning og fyrirtæki í landinu. Skattkerfinu er breytt og það gert flókið,þannig að margir mega búast við háum eftirásköttum. Það kannast allir við úrræði Vinstri manna í landsstjórninni og munu finna enn frekar fyrir stefnunni á nýju ári. Þeir sjá ekkert nema skattpíningu.

Sjálfstæðismenn í vel stæðum sveitarfélögum verða að berjast fyrir því að álögum verði stillt í hóf. Það er ekki alls staðar nauðsynlegt að keyra allar gjaldskrár í botn,hvorki útsvar,fasteignagjöld eða þjónustugjöldin.

Það er t.d.ánægjulegt að sjá að meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík ætlar ekki að feta spor skattahækkana heldur ná fram aukinni hagræðingu í rekstrinum.Sjálfstæðismenn hafa þá skoðun að það sé hagstæðast að einstaklingarnir fái að halda eins miklu eftir af sínum tekjum og nokkur kostur er.

Nýlega var skorað á bæjarfulltrúa Sjálftsæðisflokksins í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs að vinna saman að framboði fyrir næstu kosningar. Sú sér kennilega staða hefur verið hér í sveitarfélaginu að flokksbundnir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa verið bæði í meirihluta og minnihluta.

Sveitarfélagið Garður er mjög vel sett fjárhagslega og á því ekki að þurfa nú á þessum skattpíningartímum Vinstri stjórnar í landinu að keyra sína gjaldastefnu í botn.

Sveitarfélag sem hefur efni nú á þessum tíma að kaupa landskika á 90 milljónir og greiða úr sínum sjóði er ekki á flæðiskeri statt.

Við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010 mun því verða kjörið tækifæri fyrir bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðinum að ná saman um að sleppa öllum hækkunum eða jafnvel lækka álæagningaprósentu útsvars. Einnig að hækka ekki álagninga,prósentu fasteignagjalda og að öllum hækkunum á þjónustuliðum verði sleppt árið 2010.

Íbúar sveitarfélagsins þurfa nú á þessum skattpíningartímum Vinstri landsstjórnarinnar að sjá að í raun eru S jálfstæðismenn í meirihluta í bæjarstjórninni og hafa aðra sýn á skattastefnu heldur en Samfylkingin og Vinstri grænir.

 

 

 


mbl.is Líkt og reykurinn leitar útsvarið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvellandi bjalla

x (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband