17.12.2009 | 18:28
Ætlar Jóhanna verkstjóri og félagar að hlusta á vilja þjóðarinnar?
Það virðist vera gegnum gangandi í öllum könnunum að um 70% kjósenda vilja að ríkisábyrgð vegna Icesave verði hafnað í því formi sem málið er núna lagt fyrir Alþingi.
Fyrir liggur einnig að yfir 34000 kjósendur hafa skrifað undir áskorun til forseta að hafna undirskrift samþykki Alþingi ríkisábyrgð og skjóta þannig málinu til afgreiðslu þjóðarinnar.
Engin stjórnmálaflokkur hefur talað eins mikið um íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál eins og Samfylkingin.
Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort það er innantómt blaður í Jóhönnu og félögum eða hvort Samfylkingin tekur mark á sinni eigin stefnu og hlustar á vilja meirihluta þjóðarinnar.
Ef Samfylkingin hlustar á þjóðarviljann verður ríkisábyrgðin ekki samþykkt á Alþingi.
Spurning hvað gerist. Ekki trúi ég öðru en Samfylkingin standi við sína eigin hugmyndafræði um bein áhrif kjósenda í stórum málum.
70% vilja hafna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er með eindæmum kauðsk þessi gagnrýni sem aðrar sem Icesave vinir Breta og Hollendinga reyna að halda fram þessa dagana þegar spilið er gjörtapað. Þetta er 4 könnunin gerð á skömmum tíma sem sýnir nákvæmlega sömu niðurstöðu. 2 hafa verið gerðar með slembiúrtökum og 2 með að þátttakendur skrá sig inn til að taka þátt sjálfviljugir. Allar hafa sýnt sömu niðurstöður. 70% þjóðarinnar hafnar Icesave samningnum í þeirri mynd sem hann er. 30% vilja samþykkja nauðungarsamninginn óbreyttan. Allar fá einhver óvissuatkvæði eins og gerist í kosningum. Niðurstaðan er klár. Samt grenja þeir og góla sem hafa tapað. Gömul saga og ný. Aðferðafræðin eða trúverðugleiki framkvæmdaraðilana dregin í efa. Sennilega þó bara Samfylkingarmenn með einhverjum Vinstri grænum. Sömu aðilar fögnuðu öllum könnunum fyrir síðustu kosningar þegar útlitið var mjög gott fyrir þá. Mikil fylgisaukning. Engin efaðist um ágæti kannanafyrirkomulagsins sem þar voru notuð. Niðurstöður kosninganna sýndu að þær voru ágætlegar nákvæmar og áræðanlegar. Sömu aðferðir hafa verið notaðar og í 2. þessa dagana. 70% á móti Icesave samningnum og 30% með. Núna hljóta Icesave sinnar að fara fram á að setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu og "tapararnir" hafa tækifæri til að sýna og sanna að þeir höfðu "rétt fyrir sér allan tíman, að það er ekkert að marka skoðanakannanir". (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.