Jóhanna verkstjóri segir að Davíð sé aðal skúrkurinn. Davíð verður að svara.

Jóhanna verkstjóri er enn með Davíðseinkennin. Hún sér ekkert annað en að allt hrunið sé Davíð Oddssyni að kenna.Þegar rætt er um Icesave talar hún um að það sé nú bara smámál miðað við gjaldþrot Seðlabankans eins og hún orðar það. Jóhanna verkstjóri segir að þjóðin verði að taka á sig mun meiri skuldbindingar og greiðslur vegna Seðlabankans heldur en Icesave.

Morgunblaðið hefur síðustu daga eytt miklu plássi í umfjöllun um Icesave og hversu hættulegt það sé fyrir þjóðina að samþykkja ríkisábyrgð. Vissulega alllt rétt og satt.

En hvað með umfjöllun um sífelldar yfirlýsingar Jóhönnu verkstjóra að það mál sé bara smámál í samanburði við afglöp Davíðs í Seðlabankanum eins og hún heldur fram.

Mér finnst Davíð ritstjóri og fyrrverandi Seðlabankastjóri verði að eyða nokkrum línum í Morgunblaðinu til að svara þessum sífelldu áráum Jóhönnu verkstjóra. Geri hann það ekki hljóta margir að líta svo á að Jóhanna verkstjóri hafi rétt fyrir sér. Er það svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Davíð þarf engu að svara. Það er búið að reka hann. Með lögum sem voru undirrituð af sjálfum forsetanum.

Offari, 29.12.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Elle_

Jóhanna hefur orðið sér til mikillar skammar síðan í apríl sl.  og held hún og Samfylkingin bara skilji alls ekki grafalvarleika Icesave.   Þau kenna öllum öðrum um þó þau hafi verið þarna við stjórn sjálf í gegnum allt Icesave og við fall bankanna, með 3 ráðherra og 1 þar af bankamálaráðherra og 1 mann í fjármálaeftirlitinu og sama mann í stjórn Seðlabankans.

Elle_, 30.12.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband