Hvað eru Ásmundur og Þráinn eiginlega að hugsa?

Getur það virkilega átt sér stað að Ásmundur formaður Heimssýnar og þingmaður Vinstri grænna ætli sér á morgun að samþykkja nýjustu tillöguna um ríkisábyrgð á Icesave? Getur það virkilega átt sér stað að baráttumaðurinn Ásmundur ætli sér virkilega að leggjast flatur fyrir hótunum Breta og Hollendinga. Hver hefði trúað því að þetta verði hlutskipti Ásmundar.

Getur það virkilega átt sér stað að Þráinn Bertelsson,þingmaður, ætli sér virkilega að samþykkja Icesave. Er Þráinn virkilega búinn að gleyma því hverjir kusu hann og hvað hann sagðist ætla að standa fyrir.

Samkvæmt öllum skoðanakönnunum vill verulegur meirihluti þjóðarinnar að við höfnum samningnum. Telur Þráinn emga nauðsyn á að hlusta á vilja þjóðarinnar.

Miðað við málflutning þessara tveggja þingmanna væri það fyrðulegt ef þeir greiddu atkvæði með ríkisábyrðinna á Icesave. Það getur ekki verið þeirra sannfæring.


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru einfaldlega að hugsa um sjálfan sig og framtíð ríkisstjórnarinnar. Þráinn missir vinnuna ef hann segir nei, Ásmundur verður einangraður í besta falli þ.e.a.s. ef VG myndi ekki sundrast við fall stjórnarinnar.

Þetta eru þeir hagsmunir sem vegið hafa þyngst í Íslenskri pólitík svo lengi sem ég man og eru þá engir flokkar undanskildir.

Einn stjórnmálamaður hefur þó af eigin frumkvæði sýnt af sér heiðarleika og manndóm til að standa í lappirnar og láta ekki aðra hagsmuni stjórna sér en hann var kosinn til.

Styttingur (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:15

2 identicon

Ég trúi því ekki að Ásmundur fari að eyðilegi  firrir sér hann er ungur og á uppleið sem ungur maður. Ég held að hann vinni sér inn fylki ef hann samþykkir ekki og verði mjög vinsæll í pólitíkinni.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Á morgun vitum við hvað þeir hugsa Sigurður!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:54

4 identicon

Hver og einn sá á Alþingi er mun samþykkja þetta béaða Icesave,mun ekki verða tekin sem markverður pólitíkus,þeir verða hinir einu sönnu  Íslandssvikarar og nöfn þeirra á að grafa í skjöld og hafa á áberandi stað svo þjóðin geti séð og útilokað þessa skemmdarvargamenn og konur um alla eilífð.  Finn það á mér að hörkubylting sé í fæðingu hjá kúguðum almenningi.Burt með flokkakosningar,þjóðstjórn er það sem koma skal.

Númi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Maður hefur orðið illilega var við að Íslensk pólitík hefur ekkert með það að gera að vera faglegur, málefnalegur eða fara eftir sannfæringu sinni.

Sorglegt en satt.

Ásta Hafberg S., 29.12.2009 kl. 21:30

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef allir þingmenn greiða atkvæði þarf 32 til að samþykkja þetta skemmdarverk á IceSave lögunum frá því í ágúst.

Þráinn og Ásmundur Einar eru bara tveir (og ég ætla ekki að mæla þeim bót ef þeir segja já). Hvað með hina 30? Hvað er Samfylkingin að hugsa? Hún var öll tilbúin að samþykkja upphaflega frumvarpið (ein lagagrein) og það án þess að hafa séð samningana. Það er eitthvað mikið bilað við þannig framferði í stórmáli á Alþingi.

Haraldur Hansson, 29.12.2009 kl. 21:33

7 identicon

Drullusokkurinn hann Þráinn smiglaði sér inn á þing á blekkingum. Ég hef óbeit á þessum manni.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:40

8 Smámynd: Elle_

Já, það væri stórundarlegt ef Ásmundur og Þráinn höfnuðu ekki Icesave miðað við þeirra fyrri fullyrðingar.  Og hvílik grimmd af nokkrum manni að samþykkja þessa kúgun.   Það er fólk í Alþingi sem setur sinn persónulega hag framar þjóðarinnar.   Þeir eru þarna á háum ríkistekjum og vinna alvarleg skemmdarverk gegn þjóðinni.   Öll heila heyrnarlausa Samfylkingin hefur væntanlega aldrei skilið Icesave málið og kærir sig ekki um það. 

Elle_, 30.12.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband