Öll leyfi til staðar fyrir álver í Helguvík. Framkvæmdir gætu farið á fullt eftir mánuð.

Hann var fjölmennur fundurinn sem haldinn var í glæsilegum sal Gerðaskóla í Garði í gær. Það var gottframtak að efna til fundar um atvinnumálin,þar semþau mál brenna á Suðurnesjamönnum.

Veruleg gagnrýni kom frá ýmsum á hvernig annar stjórnarflokkurinn reynir að tefja öll atvinnuuppbyggjandi verkefni eðajafnvel reyna aðkoma í veg fyrir þau.

Katrín Júlíusdóttir,iðnaðarráðherra,mætti áfundinn og stóð sig einkar vel að mati fundarmanna. Hún gerði grein fyrir ýmsum málum sem unnið er að og sagði að öll leyfi væru nú til staðar tilað framkvæmdir í Helguvík gætu farið á fullt.

Norðurálsmenn upplýstu að framkvæmdir gætu farið á fullt eftir mánuð. En hvað?

Það eru orkufyrirtækin, Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur sem þurfa að tryggja sér fjármagn til að geta afhent orku til Helguvíkur.Nú hljóta þessi fyrirtæki að setja allt á fullt.

Iðnaðarráðherra upplýsit einnig að það hefði ekki staðið til að Landsvirkjun skaffaði álverinu í Helguvík orku. Virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár tengjast því ekki álverinu í Helguvík, enda yfirlýst stefna Landsvirkjunarað ekki standi til að selja orku til nýrra álfyrirtækja.

Miðað við þær upplýsingar semkomu fram áfundinum hljótum við að trúa því að framkvæmdir fari á fullt innan skamms. Það skiptir nú á þessum erfiðu tímum öllu fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og víðar að allt fari áfullt í Helguvík. Það er hagur allra,einstaklinga,þjónustufyrirtækjam, sveitarfélaga og ríkissjóðs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband