Hverjir styrkja framboðslistana?

Mikið fjölmiðlafár hefur verið um styrki til stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda frá fyrirtækjum.Því hefur verið haldið fram að þaðsé óeðlilegt að einstakir frambjóðendur eða framboð þiggi háa styrki frá fyrirtækjum. Það geti skapað óeðlilegan þrýsting á afgreiðslu mála og hagsmunaárekstur.

Auðvitað er það af hinu góða að allt þetta komi fram og nú ættu að vera til skýrari reglur.

Fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar er mikið um útgáfustarfsemi, alls konar uppákomur og allt kostar þetta peninga. Hverjir fjármagna?Það ætti að vera skylda framboðaað upplýsa fyrir kosningar hverjir það eru sem fjármagna kosningabaráttuna.

Það er ekki síður mikilvægt að þetta sé upplýst í minni sveitarfélögum heldur en þeim stóru.

Fyrirtæki eða fjársterkir aðilar í litlum sveitarfélögum geta séð sér hag í því að fjármagna kosningabaráttuna og telja sig þá eigi inni greiða þegar þar að kemur.

Menn hefðu kannski betur hlustað á Davíð Oddsson,þáverandi formann Sjálftsæðisflokksins, sem sagðist reiðubúinn að samþykkja að fyrirtæki mættu ekki styrkja stjórnmálaflokka.Hvers vega ætli Samfylkingin hafi ekki viljað það?

Aðalatriðið er sem sagt að framboðslistar upplýsi það fyrir kosningar hverjir fjármagna kosningabaráttuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Mér er bara lífsins ómögulegt að geta séð að um fjölmiðlafár hafi verið að ræða , enda leynir sér ekki hvert hugur þinn stefnir þ.e. þitt FL-flokksskírteini , eða fynnst þér sjálfsagt að fyrirtækin fari síðan lóðbeint á hausinn þ.e. þau sem styrkina veittu og almúginn borgi - að vísu borgar hann fyrir rest , en sá maður sem sér ekkert brogað við svona lagað er siðlaus maður , samkvæmt þessu þá ert þú hæstánægður með að  styrkþegarnir sitji sem fastast í Þjóðarleikhúsinu - þetta er PAKK og verði þér að góðu .

Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Eitthvað finnst mér skýring þín ámínum skrifum undarleg. Ég er einmitt að leggja áherslu á að kjósendur fái að vita fyrir kosningar hvaða aðilar það eru sem styrkja framboðið. Ég benti sérstaklega á að það geti verið hættulegt í litlum sveitarfélögum að fyrirtæki beri uppi kostnaðinn af baráttunni. Það getur sett pressu á meirihluta sveitarstjórnar þegar viðkomandi fyrirtæki rukkar fyrir greiðann.

Sigurður Jónsson, 26.5.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828258

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband