RUV fann einnsem var ánægður með aðgerðir Vinstri stjórnarinnar, en varð að draga fréttina til baka.

Væntanlega hefur fréttastofa RUV lagt verulega vinnu í að leita að einhverjum,sem reiðubúinn væri að gefa yfirlýsingu um að hann væri ánægður með aðgerðir stjórnvalda til bjargar heimilum landsins. Sennilega hefur fréttamenn RUV skipt með sér verkum og farið hringferð um landið til að leita ljósandi logum hvort einhver fyndist. Á Dalvík bar vel í veiði. Viðtalið birt í fréttatíma. Ég hlustaði einmitt á lofsöng mannsins frá Dalvík um hina geysilega góðu Vinstri stjórn, sem hefði leyst vanda íslenskra heimila. Menn ættu því að hætta þessu væli og dásama góðmennsku og hversu mikla hjálp Vinstri stjórnin hefði rétt heimilum landsins. Reyndar miðað við skoðanir mannsins skil ég ekki hvers vegna ríkisstjórnin situr dag eftir dag til að reyna að finna einhverja leið til bjargar heimilum.

Í ljós kom svo að þessi eini ánægði sem fannst á Dalvík var innsti koppur í búri hjá Vinstri grænum, þannig að það var lítið að marka fegurðar lýsingu hans á Vinstri stjórninni.

Allir vita hversu vel fréttastofa RUV leggur sig fram að reyna að fegra VInstri stjórnina, en þarn var hressilega skotið yfir markið.


mbl.is Viðmælandinn tengdist VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Allir Íslendingar eru skyldir í sjötta eða sjöunda lið? Sami skítur í sama drullupolli Sigurður! Hugsaðu þér þann hrylling að þú gætir verið skyldur t.d.mér?

Spurning hvenær þessi þjóð ætlar að þroskast til fullveldis-réttlætis fyrir alla Íslendinga en ekki bara klíkuflokka og svika-auðvaldið sem hertekið hefur verið af miskunnarlausri og geðveikri græðgi mafíu-leiðtoga heimsins???????

þjóð getur aldrei staðist svika-græðgi-ágjöf heimsins nema hún standi saman!

Flokks-skírteini bjargar ekki nokkurri þjóð! Einungis þjóð-skírteini getur bjargað Íslandi!!!

Sameinuð stöndum við og sundruð föllum við! (sem þjóð en ekki flokkar) !!!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2010 kl. 18:20

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já þetta var undarleg frétt og stakk mjög í stúf við margt það sem hin ráðvillta J. Sigurðardóttir hafði sagt áður, svo sem þú bendir réttilega á Sigurður.  

Ef fréttastofuna vantaði  mann sem heldur því fram og trúir að hér vanti fátt annað en blóðuga byltingu til þess að koma hér á alræði öreiganna, þá veit ég um að minnsta kosti einn. 

En ég skil ekki alveg Anna Sigríður, hvað þú ert að ráfa hér norður á hjara, innan um þessa vanþroskuðu kjána, sullandi í drullupollum og þú svona miklu skarpari en allt þetta vanþroskaða og geðveika  mafíuhyski sem hér ræður. 

Því miður þá á ég ekkert flokksskírteini en er að ég tel skráður sem Íslendingur og skammast mín ekkert fyrir það. 

Ég tek undir það með þér að sameinuð getum við allt en það er spurningin hvort tætings ræða þín er til sameiningar fallin.  Sagt með allri vinsemd Hrólfur.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.10.2010 kl. 06:48

3 identicon

Já;; Þetta var verulega dapurt hjá RUV með "lánsama lántakandann" , en þeir voru þó menn til að biðjast afsökunar og drógu fréttina til baka. Það er meira en sumir geta fengið af sér að gera...

Kristinn M Jónsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband