Ísbjarnarverkefnið á fullu þrátt fyrir niðurskurð og skattahækkanir.

Það hlaut að koma að því að Jón Gnarr,borgarstjóri,ætlaði sér að standa við eitt kosningaloforð. Hann segir að ísbjarnarverkefnið sé á fullu og tíðinda að vænta fljótlega.

Reykvíkingar geta sem sagt tekið gleði sína á ný. Nú hljóta menn að gleðjast verulega þegar í hendurnar koma hækkaðir orkureikningar. Nú hljóta Reykvíkingar að gleðjast þegar niðurskurðurinn verður á fullu í þjónustunni. Það skiptir engu komi ísbjörn í Húsdýragarðinn. Nú hljóta Reykvíkingar að gleðjast yfir hækkun útsvars og þjónustugjalda. Hvaða máli skiptir þó leiksólagjöld hækki ef börnin og foreldrarnir geta séð lifandi ísbjörn í Húsdýragarðinum. Það er allt svo skemmtilegt og gaman hjá Jóni Gnarr og Besta flokknum.

Kannski að Jón Gnarr og félagar úr Besta flokkmnum leiti til hjálparstofnana og standi í biðröð eins og svo margir til að fá matarpoka handa ísbirninum.

Já, Reykvíkingar hljóta að gleðjast mjög að Jón Gnarr skuli ætla að standa við kosningaloforðið um ísbjörninn. Það verður svo gaman að fá hann að allir borga hærri gjöld með bros á vör.

Svo leyfa einhverjir að halda því fram að Jón Gnarr sé ekki alvöru borgarstjóri. Þeir hinir sömu ættu að passa sig ísbirninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband