Álfheiður og Ögmundur fundu loksins mál málanna.Njósna Bandaríkjamenn um vegfarendur Laufásvegar? Er þetta með samþykki Össurar?

Álfheiður og Ögmundur hafa verið í hálgerðri tilvistarkreppu í samstarfi Vinstri grænna við Samfylkinguna. Þau hafa eiginlega ekki fundið neitt mál sem gæti nú sameinað alla vinsri menn landsins. En nú gerist það. Álfheiður Ingadóttir hefur komist að því að Bandaríkjamenn hori út um glugga sendiráðs sín í Reykjavík og fylgist með vegfarendum á Laufásveginum.

Ögmundur dómsmálaráðherra lítur þetta mjög alvarlega. Það getur skapast verulega hættulegt ástand hér á landi ef starfsmenn bandaríska sendiráðsins feli sig bak við gardínur og njósni um vegfarendur Laufásvegar.

Það hlýtur að þurfa að loka Laufásveginum fyrir allri umferð bæði gangandi og akandi vegfarenda.

Nú verður að setja vandamál heimilanna og atvinnulífið aftar í röðunina. Þetta hneyksli með njósnastarfsemi Bandaríkjamanna verður að hafa forgang. Alþingi verður að eyða nokkrum dögum í umræður um þetta.

Reyndar segir Ögmundur að þetta mál allt tilheyri mun frekar Össuri utanríkisráðherra heldur en sér.Nú er spurningin,eru Bandaríkjamenn að njósna í skjóli Össurar?

Svona stórmál um njósnir á vegfarendum Laufásvegar geta hæglega valdið verulegum deilum milli Vinstri grænna og Samfylkingar. Hugsanlega gæti svona stórmál leitt til stjórnarslita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður núna rétt í þessu var ég að heyra í fréttum útvarps RÚV,að Bandaríkjamenn viðurkenna það að hér á Íslandi starfrækja þeir eftirlitssveit gagnvart mótmælendum við sendiráð sitt.   Já skyldi hin skarpi Össur væluskjóða ESB-Mafíunnar vita af þessu.

Númi (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú er nauðsynlegt að skipa a.m.k. 10 manna þingnmannaefnd til að rannsaka þetta voðalega njósnamál!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 8.11.2010 kl. 21:21

3 identicon

Ef það er rétt að Álfheiður Ingadóttir sé nágranni bandaríska sendiráðsins þá skil ég vel að þeir séu með sérsveitir í viðbragðsstöðu í sendiráðinu.

sveinn (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband