Jóhönnu dettur í hug að gefa dómi Hæstaréttar langt nef.

Það virðast engin takmörk fyrir því hvaða meðulum Jóhanna forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar vill beita til að ná sínu fram. Hæstiréttur Íslands,æðsti dómstóll landsins, hefur í dag ógilt kosninguna til stjórnlagaþings. Þessi dómur er alveg kristal tær. Kosningarnar eru ógildar.

Nú dettur Jóhönnu í hug að fara þá leið að Alþingi setji bara lög sem raunverulega ógilda dóm Hæstaréttar og að Alþingi kjósi þá sömu 25 á Stjórnlagaþing og hlutu kosni9ngu í nú dæmdum ólöglegum kosningum. Er ekki allt í lagi?

Sé það enn vilji meirihluta Alþingis að efna til Stjórnlagaþings hlýtur að þurfa að vanda betur til verka og kjósa að nýju.

Auðvitað hlýtur samt stóra spurningin að vera hvort það sé brýnasta verkefni Alþingis að efna til stjórnlagaþings.

Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt fyrir forsætisráðherra sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar að hafa staðið þannig að málum að almennar kosningar skuli í heild sinni vera dæmdar ógildar. Það hefur ekki áður gerst á Íslandi. Ætlar Jóhanna að sitja áfram eins og ekkert hafi gerst?

 

 


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur enn ekki gerst að EINRÆÐISHERRAR segi af sér af frjálsum og fúsum vilja, þannig að JÁ, hún mun sitja sem fastast og halda áfram að gefa þjóðinni langt nef. Því miður...

anna (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 18:09

2 identicon

Mann rekur í rogastanz að forsætisráðherra láti svona lagað út úr sér. Og svo hagar hún sér eins og gjörspillt dekurdós og rífst og skammast af því hún fær ekki sitt. Vantaði bara að hún fleygði sér í gólfið sparkandi og grenjandi.

Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn úrskurð og honum verða menn að una og boða til nýrra kosninga.

Ef ekki er hægt að bera meiri virðingu fyrir hæstarétti en þetta er þá ekki alveg eins gott að leggja hann niður?

Ætlar Jóhanna að setja ný lög þegar hún tapar í næstu alþingiskosningum að alþingi kjósi sjálft þingmenn næsta kjörtímabils og kanski þá sömu og voru kjörnir þar á undan?

Nei, varla.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 01:07

3 Smámynd: corvus corax

Anna bendir réttilega á að einræðisherrar eru tregir til að láta völdin af hendi, a.m.k. var Davíð Oddsson tregur til en varð að standa við samninginn við Halldór kvótaeiganda. Gunnar spyr hvort ekki sé rétt að leggja hæstarétt niður fyrst menn bera ekki meiri virðingu fyrir honum en raun ber vitni. Tilfellið er að þjóðin er löngu búin að missa virðingu fyrir hæstarétti, virðingin fauk í takt við skipan hæstaréttardómara af lista Davíðs Oddssonar yfir ættingja, vini og já-bræður í FLokknum. Hæstiréttur er aumasti og fyrirlitlegasti dómstóll sem þekkist meðal Evrópuþjóða vegna pólitískra skipana dómara og þjónkun við fjárglæpamafíuna eins og t.d. dómurinn um verðtryggingu ólöglegra gengislána er skýrasta dæmið um. Niður með hæstarétt!

corvus corax, 26.1.2011 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband