Ömurlegt að hlusta á Ögmund innanríkisráðherra.

Alveg var ömurlegt að hlusta á Ögmund Jónasson,innanríkisráðherra, í Kastljósiþætti gærkvöldsins. Ögmundur var í þættinum vegna dóms Hæstaréttar að kosning til Stjórnlagaþings var dæmd ógild. Ögmundur reyndi á allan hátt að gera lítið úr dómi Hæstaréttar. Taldi að framkvæmd kosninganna hefði engin áhrif haft á úrslitin. Hæstaréttur væri bara að túlka lögin þröngt. Ögmundur taldi að menn yrðu nú að ræða einstök atriði í dómi Hæstaréttar.Ögmundur reyndi að skauta framhjá aðalatriðinu að Hæstiréttur dæmdi kosninguna í heild sinni ógilda. Það hefur aldrei gerst áður hér að kosning í heild sinni væri dæmd ógild. Það er einnig örugglega einsdæmi meðal vestrænna ríkja að kosning sé í heild dæmd ógild. Þetta er mikið áfall fyrir Ísland út á við.

Það er Ögmundur sem ber ábyrgð á framkvæmd kosninganna. Ekki datt Ögmundi að biðja þjóðina afsökunar á því að búið væri að eyða a.m.k. 500 milljónum úr ríkissjóði til einskis. Hugsanlega verður upphæðin mun hærri því væntanlega geta frambjóðendur farið fram á skaðabætur.

Ögmundur hefur ekkert sparað stóru orðin að menn verði að axla ábyrgð. Nú er komið að Ögmundi sjálfum að axla ábyrgð vegna þessa klúðurs með kosninguna til stjórnlagaþings.


mbl.is Kostnaður um hálfur milljarður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ögmundur er alltaf að sanna sig betur og betur sem fláráður í líkingu með Steingrími.  Hann sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra til að fá ekki kusk á jakkann, þar sem hann sá að kröfur ríkisstjórnarinnar varðandi þau mál yrðu honum ekki til  vinsælda, hann er gúmmý karl.

Hann sagðist fara úr því embætti vegna harðræðis af hálfu formanna stjórnarflokkanna.  En hann kvaðst styðja ríkisstjórnina, þar sem hann, fyrir utan alla aðra var þá laus undan harðræði hennar.

En Ögmundi var ekki rótt og lynti ekki pressu fyrr en hann komst í embætti sem kona hafði gert vinsælt með sinni alúð og ærlegheitum.   En alúð og ærleg heit á Ögmundur ekki til, það kom svo berlega í ljós í gærkvöldi.      

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2011 kl. 12:07

2 identicon

Hmmm.... sammála að mestu leyti, en,

Þessi kosning var framkvæmd á vakt Rögnu Árnadóttur.

Hú ber því alla ábyrgð á framkvæmdahluta málsins.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband