Meirihluti N-listans missti stjórnina á rekstrinum. Tapaði 500 þús.kr. á hverjum degi.

Ég hef skrifað um að fjárhagslega staða Garðsins er mjög góð. Skuldir eru sáralitlar og 500 milljónir til í sjóði. Vandinn er sá að N-listinn sem hafði meirihluta í bæjarstjórn síðasta kjörtímabil missti gjörsamlega tökin á rekstrinum. Árið 2009 var tap á rekstrinum uppá 190 milljónir og var um 90 milljónir fyrri helming ársins 2010.

Það er því erfitt verk sem meirihluti Sjálfstæðismanna og Ásmundur bæjarstjóri þurfa að fást við . Það verður að ná þessum mikla rekstrarahalla niður og verður ekki gert öðruvísi en skera þurfi niður á mörgum sviðum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hægt verði að ná niður hallanum á örstuttum tíma. Það er því eðlilegt að gera ráð fyrir að fá verði heimild til yfirdráttar í ár.

Nauðsynlegt er aftur á móti fyrir meirihluta D-listans að marka þá stefnu og vnna eftir henni að hallalaus rekstur verði á árinu 2012. Ég er sannfærður um að íbúar Garðsins hafa fullan skilning á því að ekki er hægt að halda áfram á sömu braut og meirihluti N-listans gerði.

 


mbl.is Garður sækir um 60 milljóna yfirdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

thar sem eg hef ekki fyllst mikid med vaeri gaman ad fa ad vita i hvad foru allir thessir peningar?

Magnús Ágústsson, 2.3.2011 kl. 05:29

2 identicon

Sæll.

Getur ekki verið að bruðlið hafi byrjað við bæjarstjóraskiptin 2009?

Bestu kveðjur,

Agnar Júlíusson, fyrrverandi Garðbúi.

Agnar Júlíusson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 23:41

3 Smámynd: Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir

Sælir.

Á íbúafundi  sem haldinn var fyrir nokkru komu  upplýsingar fram um reksturinn undanfarin misseri.Það hefði verið gott fyrir þig að koma í heimsókn og fá upplýsingar til að geta séð hlutina í víðara samhengi.Ég vil nú benda þér á Arnar að efnahagskerfið hrundi í landinu okkar haustið 2008 sem hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér.Ég get fullyrt það að hvert einasta bæjarfélag á landinu er að takast á við afleiðingar hrunsins með einum eða öðrum hætti. Staða okkar er sem betur fer góð en samt sem áður verðum við að vera vel vakandi og á verðinum.

Gaman væri að þú litir við í heimsókn. Nú hafa bæjarfulltúarnir tekið upp fasta viðtalstíma og ég hvet þig til að koma við.

Bestu kveðjur úr Garðinum,

Kolfinna S. Magnúsdóttir

Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir, 6.3.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband