Hvers vegna vill Jóhanna ekki aukin viðskipti við Kína?

Ég skrifaði um það nýlega að það vekur furðu að Jóhanna vill ekki tala við forsætisráðherra Kína. Jóhanna hefur enga skýringu gefið á því. Nú kemur hér frétt á mbl. að einnig hafi verið væntanleg 100 manna viðskiptanefnd. Hvað er eiginlega að gerast? Höfum við ekki þörf fyrir að auka viðskipti okkar á sem flestum sviðum.´Er ekki aðalmálið til að Ísland nái sér á strik að skapa meiri útyflutningstekjur. Það er fáránlegt að vilja ekki taka á móti ráðamönnum og viðskiptamönnum frá stórveldinu Kína.

Það hlýtur að vera mjög eðlilegt að álykta að Jóhanna vilji ekki rugga bátnum með viðræðum við Kína vegna ESB. Samfylkingin virðist halda að heimurinn sé bara ESB að Ísland eigi enga aðra möguleika á viðskiptum nema við þá blokk.

Jóhanna forsætisráðherra hlýtur að þurfa að gefa skýringu á því hvers vegna hún hunsar mögulega aukningu á viðskiptum við Kína.


mbl.is 100 manna viðskiptasendinefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að koma frá suður Spáni fyrir skömmu. Þar hafa Kínverjar mikil og vaxandi umsvif.

Ég tek líka eftir því að á Tenerife hafa Indverjar mikil og vaxandi umsvif.

Það kann að vera að að sumum virðist að samfylkingin halda að heimurinn sé bara ESB. Ég þekki það ekki - en hitt sé ég að aðild að ESB kemur ekki í veg fyrir viðskipti við Kínverja og Indverja svo tekið sé dæmi. kveðja.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 15:37

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

En hvers vegna vill Jóhanna ekki hitta Kínverjana?

Sigurður Jónsson, 6.7.2011 kl. 17:12

3 identicon

Sæll.

Nú veit ég ekki hvort spurningunni er beint til mín eða hvort hér sé um að ræða einhverja endurskoðun á fyrri ályktun.

Ég get svarað fyrir mig og segi; ég hef ekki hugmynd. Kveðja

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband