Davíð og Ólafur Ragnar sigurvegarar.

Þau eru aumkunarverð núna Jóhanna og Steinrímur J. Nú koma þau fram og segja að ekki megi horfa í baksýnisspegilinn. Nú ekki að leita að sökudólgum. Hvar stæði þjóðin hef'ðu Svavars samingurinn verið samþykktur? Steingrímur J. neitar að það hafi verið mistök. Það hefði kostað skattgreiðendur a.m.k. 300 milljarða. Þó aðrir Icesavesamningar hefðu ekki kostað eins mikið hefði það samt orðið þjóðinni erfiður róður. Jóhanna og Steingrímur J. héldu því mjög stíft fram að við yrðum að samþykkja. Annars yrði Ísland Kúba norðursins.

Davíð Oddsson barðist hart frá upphafi gegn því að íslenskur almenningur ætti að borga fyrir gjörðir Landsbankans. Þjóðin á honum mikið að þakka. Ólafur Ragnar forseti stóð sig vel með því að vísa málinu til þjóðarinnar í tvígang. Þessir tveir eiga heiður skilinn.

Því miður hlustaði Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins ekki á Davíð fyrrverandi formann. Það voru mikil mistök hjá Bjarna að leggja til að samningurinn yrði samþykktur. Sem betur fer hlustaði grasrót flokksins ekki á Bjarna í þessu máli. Mikill meirihluti Sjálfstæðismanna sagði nei við öllum tilraunum til að pína skattgreiðendur til að borga skuldir Landsbankans.

Þetta mál hefur veikt Bjarna á sama tíma og afstaða Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins hefur styrkt hann mjög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymum ekki að þakka óreiðumanninum DO fyrir að setja Seðlabankann á hausinn.

Siggi Sigga (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 14:40

2 identicon

Hvað gengur þér til Sigurður minn að birta þessar rangfærslur daginn eftir glæsilegan fullnaðarsigur þjóðarinnar í IceSave-málinu? Er það virkilega svo að þú sért búinn að gleyma gangi IceSave-martraðarinnar, eða ertu kominn í gömlu kunnuglegu FLokksfötin og farinn að búa til nýjan "hagfelldan" sannleika um málið?

IceSave átti sér ýmsar myndir. Fyrsta myndin er frá haustinu 2008 þegar Hrunstjórnin, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, ákvað að ganga til samninga við Breta og Hollendinga í stað þess að kæra þá fyrir hryðjuverkalagasetninguna.

IceSave 2 birtist þegar "norræna velferðarstjórnin" tók, illu heilli, við stjórnartaumum. Forystumenn þeirrar stjórnar (sama Samfylking og áður) ákváðu að halda áfram þeirri vegferð sem Hrunstjórnin markaði, samningar við Breta og Hollendinga skyldu það vera. Þjóðin hafnaði þeim samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

IceSave 3 birtist þegar sama "norræna velferðarstjórnin" tók annan snúning á IceSave - í þetta skipti með stuðningi Sjálfstæðisflokksins og auknum meirihluta á Alþingi. Þjóðin hafnaði þeim samningum líka, en ég man það glöggt að margur Sjálfstæðismaðurinn kaus að ganga gegn formanni flokksins í málinu, sem og fylgismenn stjórnarflokkanna margir hverjir.

Haustið 2008 dreymdi þáverandi fjármálaráðherra um að Íslendingar gætu farið Washington-Mutual leiðinga bandarísku og einfaldlega sent skuldunautum okkar á erlendri grundu puttann(!) Við rákum okkur hins vegar á að allt tal um slíkt (m.a. hjá þáverandi Seðlabankastjóra) var óráðshjal. Bandaríkjamenn áttu nefnilega kjarnorkuvopn er Íslendingar ekki!

Þú ættir því að fara varlega í það að þakka DO fyrir aðkomu hans að Hruninu, maðurinn þarf fyrst að útskýra 200 milljarða tap Seðlabankans m.m.

Hvað forseta Íslands varðar þá brást hann einfaldlega við ákalli meirihluta þjóðarinnar í tvígang. Ólafur var búinn að gefa upp boltann með þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin og hann var því nauðbeygður til að vísa IceSave í þjóðaratkvæðagreiðslu - hann átti ekkert val. Allar eftiráskýringar um glæsilega framgöngu forsetans í málinu eru broslegar.

Sigurvegari í IceSave-málinu er meirihluti íslensku þjóðarinnar sem stóð í lappirnar og stóðst atlögu Alþingis í málinu.

Reyndu svo eftirleiðis að hugsa áður en þú skrifar Sigðurður minn.

N1 blogg (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 17:07

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég hef ekki verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars,en hvers vegna má ekki þakka honum fyrir það sem vel er gert. Þjóðin hefði aldrei fengið tækifæri til að segja NEI nema vegna þess að forsetinn vísaði Icesave í tvígang til þjóðarinnar. Jóhanna og Steingrímur J. ætluðu sér að pína þessum óskupum ofaní okkur.

Sigurður Jónsson, 29.1.2013 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband