Leitin að litla Glitnismanninum hefur forgang í bankanum.

Aðaláhyggjur Glitnisbanka virðist nú vera að leita logandi ljósum að litla Glitnismanninum,sem veitti Agnesi á Moganum upplýsingar um ansi vafasama útlánastefnu bankans svo ekki sé meira sagt.Hefði nú ekki verið nær fyrir bankann að gefa almenningi greinargóðar útskýringar á hvernig málum var háttað,heldur en gera það að aðalatriði að finna þann sem gaf upplýsingar.Það virðist ætla að verða litlar breytingar á starfsháttum þótt íslenska þjóðin eigi nú bankann.

Það er nefnilega svo að það hefur hreinlega gengið framaf mörgu heiðvirðu fólki sem starfaði undir stjórn fyrrum eiganda bankanna og þeir vilja gjarnan veita þjóðinni upplýsingar.

Alveg hreint fannst mér ömurlegt að heyra í Sigurði E.Guðjónssyni,lögmanni,í þættinum Ísland í dag þar sem hann sat ásamt Agnesi Bragadóttur á Mogganum. Hjá Sigurði var það aðalmálið að Agnes skyldi fá þessar upplýsingar. Hann gat alls ekki hrakið neinar fullyrðingar í skrifunum. Það eina sem kom fram hjá Sigurði að Mogginn væri svo vondur við Jón Ásgeir hinn góða.

Ég var einnig alveg undrandi á að heyra lögmanninn halda því fram að það væri engin ástæða til að skipa sérstakan saksóknara eða rannsóknarnefnd. Segir það viðhorf ekki meira en margt annað.

Það virðist því miður vera skoðun sumra enn í dag að þessir herramenn sem gátu hagað sér eins og þeim sýndist og spilað með fjármagn almennings bæði hér heima og erlendis eigi bara að fá að vera í friði. Okkur hinum almennu borgurum komi það bara alls ekkert við hvernig þeir hagi sér.

Það er einmitt hlutverk alvöru fjölmiðla að reyna að upplýsa mál. Agnes boðaði áframhaldandi úttektir og alveg er ég viss um að bankafólk mun af fúsum og frjálsum vilja hafa samband við hana og veita upplýsingar. Það gengur meira og meira fram af fólki eftir því sem fleiri upplýsingar um spillionguna kom í dagsljósið.

það fer Sigurði Guðjónssyni illa að reyna að verja þetta.Haltu áfram Agnes.


mbl.is Segja fullyrðingar ekki eiga við Glitni sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Já, hvað er að gerast í þjóðfélaginu þegar við eyðum tímanum í að eltast við fólk sem brotið hefur lög. Þú kannski hefur "mikla reynslu af pólitík, sveitarstjórnarmálum og blaðaskrifum" en þú hefur ekki hundsvit á rekstri fyrirtækja eða lögum landsins.

Liberal, 26.11.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jæja,það er bara svona. Finnst þér virkilega rétt að það eigi að refsa þeim sem segir frá ósamanum,en okkur komi ekkert við hvernig fyrrverandi eigendur bankanna fóru með peningana sem þeim var treyst fyrir. Ekki held ég nú að ísland verði betra með þessum hugsunarhætti.

Sigurður Jónsson, 26.11.2008 kl. 23:34

3 identicon

Því miður var ég ekki heima og sá ekki "Ísland í dag"
En er ekki verið að tala um útlán "gamla" Glitnis?
Eru ekki betri skil á milli "gömlu" og "nýju" bankana að Starfsmenn nýja Glitnis þurfi að hafa áhyggjur af því að upplýsingar leki úr gamla bankanum? Eða er þetta e.t.v. bara blekking, eru þau ennþá a vinna hjá gamla Glitni ? Hvers konar Rugl er þetta?

palli (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:46

4 identicon

Góðan daginn.

Alveg er mér sama á hverju þú hefur vit en það sem þú nefnir er einmitt það að við almenningur í landinu viljum að flett verði ofan af þessu dæmi. Það að Jón góði skuli vera saklaus er engin ný bóla en það sem mér finnst svo skrítið með allt hans sakleysi er að hann kennir Davíð alltaf um eins og lítill krakki sem heldur að hann fái bara sleikjó ef hann kennir litlu systur um. Það er enginn einn þegar tveir deila og ég sem fullorðinn maður geri mér fyllilega grein fyrir því "og þarf ekki að hafa til þess neina lagalega þekkingu" að almannarómur lýgur sjaldan. Þorsteinn Már og Jón töluðu mikið um stærsta bankarán sögunnar en ætli þetta hafi ekki verið stærsta bankabjörgun sögunnar og það frá manninum sem er svo illa við Jón góða. Manninum sem að hann getur alltaf kastað í grjóti úr glerhúsi þegar hann er annarsvegar. 

Agnes á alveg örugglega eftir að koma með marga góða punkta í sambandi við þetta bankahrun  og ég segi einsog þú áfram Agnes!!!! Þó svo þú hittir Davíð kannski aðeins oftar en Sigurður G.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:49

5 identicon

  Ja Sigurður það er margt merkilegt þessa daganna. Og nyji bankastjorinn virðist vera lika i vinnu hja Gamla Glitni. En alvarlegast finnst mer að bankastjorinn virðist ekki kunna að halda heimilisbokhald hja henni hurfu 184 milljonir ur þvi og hun tok ekkert eftir þvi. Bendi a að hun hefði þurft að setja þetta a skattaskyrslu fyrir arið 2007. Þetta hefði hun att að vera vör við.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Við þurfum að fá svör og við þurfum líka að leiðréttingar á svikamillum/krosstengslum sem "hafa" verið stundaðar í bankageiranum/hlutabréfmörkuðum undanfarna mánuði ár, leitt af frekar fáum samlöndum og íslenskum ríkisborgurum.

Þessi Glitnisbankastjóri virðist hafa nýtt sér arðinn en kannast samt ekki við þessi bréf - hvernig má svona vera - það er ekki hægt að matreiða framan í alla svona ansk vitleysu - hún bara á ekki heima í þessu starfi frekar en margir aðrir í yfistjórn banka í eigu íslendinga

Jón Snæbjörnsson, 27.11.2008 kl. 09:33

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki krafan í þjóðfélaginu sú að þessar bækur séu opnaður - ef við erum með okkar á hreinu þá truflar það ekki einkalífið neitt sérstaklega - svo verður þessum bókum lokað aftur - Íslendingar eru með soddans gullfiskaminni

Jón Snæbjörnsson, 27.11.2008 kl. 10:57

8 identicon

Mig minnir að Björn Bjarnason hafi hvatt bankamennina til að koma fram og tala og opinbera spillinguna.  Þetta var rétt eftir hrunið.  Það var verið að tala um litla landssímamanninn og hann var að kalla eftir litlum bankamönnum sem vissu ýmislegt.  Hann sagði að þeim yrði ekki refsað.  Málið er að ef starfsmenn tala ekki fáum við aldrei að vita hvað gerðist.  Nú þegar svo er komið að við Íslenska þjóðin erum að sökkva í fjárhagslegt hyldýpi vegna fárra manna þá hafa þeir ekki rétt á bankaleynd lengur.  Jafnvel núna þegar svona er komið fyrir okkur vilja þeir halda áfram plotta og bera fyrir sig bankaleynd.  Það er hámark spillingarinnar að leyfa þeim að fela sig á bak við slíkt.  Það verður að afnema þessar reglur tímabundið og hafa allt opið.  Nú er það þjóðin sem þarf að borga þessar skuldir  og hún lætur ekki segja sér að henni komi ekki við það sem er að gerast á bak við tjöldin í bönkunum.  Birna bankastjóri er ansi kræf að ætla að hræða aðra frá því að tala.

Af hverju eru lögin í landinu bara samin í kringum það að halda okkur almenningi, litla manninum í skefjum.  Stóru alvöru glæpamennirnir sem geta lagt okkur í rúst þeir hafa engin lög í kringum sig til að stöðva þá.  Það gleymdist að semja lög til að hefta spillinguna.  Hversu oft hefur maður ekki heyrt frasann: ´´þetta er löglegt en siðlaust.´´  Já nú þarf að setja lög svo hægt sé að hafa hlutina löglega og siðlega.  Siðleysi á ekki að vera löglegt.

Heiðrún (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband