Gjör rétt-þol ei órétt.Hægt að ná árangri án ofbeldis.

Ágætu lesendur.Gleðilegt nýtt ár.

Við stöndum á miklum tímamótum í upphafi ársins 2009.Síðasta ár enduðu með ósköpum þegar öfgafullur hópur kom í veg fyrir lýðræðislega umræðu og olli miklu eignatjóni. Ég hef varað við því að ábyrgir aðilar ýti undir að mótmæli fari í þennan farveg. Það mun ekkert vinnast með tilraunum til valdaráns annað en skapa upplausn og vitleysu í þjóðfélaginu.

Ég eins og flestir Íslendingar er sár og reiður að staða mála skuli vera eins og hún er. Auðvitað þurfum við að breyta ýmsu.Það er t.d. með öllu óþolandi ef engin af toppum eldri bankanna þarf að bera ábyrgð.Það er með öllu óþolandi ef engin af útrásarvíkingunum þarf að bera  ábyrgð.

Það er með ólíkindum hvernig Fjármálaeftirlitið brást hlutverki sínu.Það hefur sýnt sig að vaxtastefna Seðlabankans er röng.Auvitað verða stjórnmálamenn og forsetinn að axla ábyrgð.

Ég hef haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn verði að fara í alls herjar naflaskoðun. Ný frjálshyggjan sem flokkurinn hefur lagt áhesrlu á síðustu árin hefur beðið algjört skipbrot.Flokkurinn þarf að hverfa aftur að hinum gildum sínum eins og, Gjör rétt-þol ei órétt.Sjálfstæðisflokkurinn þar að taka upp sitt gamla slagorð,Flokkur allra stétta.

Ég er sannfærður um að sú gamla góða stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn er byggður á mun reynast þjóðinni best.Að sjálfsögðu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að stokka upp í sínum herbúðum eins og margir aðrir.

Ég tel að nánast öll þjóðin sé sammála um að breytingar verði að gerast og að menn verði að axla ábyrgð.Ég tel að ofbeldisfullar aðgerðir muni ekki skila þeim árangri.

Grasrótin í stjórnmálaflokkunum þarf að ná fram breytingum. Takist það ekki þurfa að koma ný öfl í þjóðfélaginu sem vinna að framboði í næstu kosningum.

Undir öllum venjulegum kringumstæðum á ríkisstjórn að starfa út kjörtímabilið og leggja þá sín verk í dóm kjósenda. Nú eru bara ekki neinar venjulegar aðstæður. Eg hef því haldið því fram að það eigi að kjósa í vor.Flokkarnir þurfa að fá nýtt umboð þjóðarinnar. Geir H.Haarde þarf að gefa það út nú strax í upphafi árs að hann hafi ákveðið að efna til kosninga í vor.

Ákveði Geir þetta er hægt að ná allri umræðunni í annan farveg en hún er nú.Stjórnarflokkarnir yrðu þá að sýna það í verki að þeir meina eitthvað með því að allt verði rannsakað og men verði látnir sæta ábyrgð. Almenningur verði reglulega upplýstur um gang mála og allt ferlið verði gagnsætt.

Flokkarnir þyrftu einnig að leggja á borðið hvernig þeir vilja sjá framtíðina.

Ef unnið verður samkvæmt ofanrituðu tel ég að ofbeldisfull mótmæli myndu leggjast af.Dómur kjósenda myndi þá falla í vor.


mbl.is Þurfum þjóðarsátt um endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta væri allt gott og blessað ef satt reyndist.

Þú þarft hinsvegar að gera þér grein fyrir því að það verður aldrei allt sett á borðið og aldrei allt rannsakað.

Til þess eru of miklir hagsmunir Sjálfstæðisflokksins í húfi. Menn sakfella aldrei sjálfann sig.

Þegar þú eins og aðrir átta sig á þessari einföldu staðreind þá mun fyrst vera hægt að finna lausnir.

Þær sem eru núna í boði hafa ekkert með sannleikann að gera. Meira segja ofbeldisfyllstu mótmælendurnir eru nær sannleikanum en slíkur skrípaleikur.

Már (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Athyglisvert, Sigurður, en er hægt að skrúfa klukkuna svona aftur á bak? Það er örugglega rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn verður að stokka upp spilin. Hann verður að hverfa frá kreddum sem ekki hafa gefist okkur vel. Hann verður að marka sér og þjóðinni nýja stefnu. Hann verður þó umfram allt að endurnýja í áhöfninni. Við erum með alltof marga farþega, bæði í þingflokk og borgarstjórn Reykjavíkur. Er Sjálfstæðisflokkurinn fær um þetta?

Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 18:59

3 identicon

Björn V., daginn eftir að Tryggvi sagði upp í bankanum var hann ákærður vegna skattalagabrota. Ég held að það hafi veirð ástæða númer eitt.

karl (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 09:54

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru skynsamleg og sanngjörn skrif hjá þér nafni

Sigurður Þórðarson, 2.1.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég tek undir með Baldri og Sigurði Þ. "Flokkur allra stétta" þarf svo sannarlega að athuga sinn gang og þá mun gengi hans vaxa á ný.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 2.1.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband