Var 25 milljörðum skotið undan til Caymaneyja.

Fréttir berast nú um að sala Kaupþings á hlutabréfum til Sheik Al Thani uppá 25 milljarða hafi ekki skilað sér. Fréttir eru nú sagðar af því að þessum fjármunum hafi verið komið undan til Caymaneyja.það hljóta allir að sjá að nú verður að htraða allri rannsókn. Þetta dæmi ásamt mörgum öðrum sýnir að hinir svokölluðu auðmenn ætla ekki að axla neina ábyrgð. þeir ætla að tryggja sig bak og fyrir með því að skjóta undan fjármunum. Eflaust hugsa þeir eins og áður,ég held að almenningur sé ekki of góður til að borga. Er einhver hissa þótt almenningfur sé reiður.

Enn ganga allir lausir. Enn hefur engin sagt af sér.

Margir hafa vart haldið vatni yfir göfugmennsku Bjarna Ármannssonar að skila aftur 370 milljónum til Glitnis og talið hann sýna mikla ábyrgð með þessu.

í þessu sambandi er annað sem vekur athygli. Bjarni fékk Jón Ásgeir til að kaupa bréf sín í Glitni á yfirverði þ.e. í stað gengis 26 var það 29. Þetta gaf Bjarna 550 milljónir í vasann umfram eðlilegt gengi.

já,hann Bjarni sýndi mikinn rausnarskap eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Eric

Hvað er að gerast eiginlega?

Manni grunar helst að heilstu ráðamenn okkar hafi verið allsvakalega á spenanum hjá auðmönnum þjóðarinnar. Það er ekkert að gerast í því að sækja þessa Aulmenn. Nú þarf að eitthvað að fara gerast í þessu landi okkar, kæra þessa plebba og hirða allt lausafé sem þeir eru með og láta þá sitja uppi með skuldirnar sína sjálfir. 

Tómas Eric, 16.1.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Stefanía

Var ekki Bjarni bara að ná sér niðr´á Jóni Ásgeiri ?

Stefanía, 16.1.2009 kl. 19:10

3 Smámynd: Diesel

Já, og svo borgaði hann Bjarni okkar bara 240millur tilbaka, hinar 130 komu úr ríkissjóði. Hann hefði betur gefið mæðrastyrksnefnd þessa peninga.

En ég hef sagt frá fyrsta degi að peningum hefur verið skotið undan. Ráðamenn vilja ekki styggja sína tryggustu stuðningsaðila og því gefið þeim 100 daga frest til að koma öllu sínu undan, bæði seðlum og pappírum.

Sérstakur saksóknari byrjar að hjóla í Glitni og finnur þar eitthvað lítið. Eitthvað mun minna en í raun ætti að finnast. En, papírstætarar geta breytt heilum skógi af pappír í ruslahaugamat á 100 dögum

Diesel, 16.1.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svona svona rólegir..nýji saksóknarinn mun örugglega ekki láta neinn sleppa við alvöru rannsókn. Hann fær bara besta vin sinn Harald ríkislögreglustjóra til að aðstoða sig.

Ekki jókst nú traustið hjá manni við að heyra þetta. En svo sem allt uppá sömu lexíuna lært á þessu landi okkar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki verið að bíða eftir því að þessir herrar steli brauðhleif í 10-11 svo það verði talið ómaksins vert að senda lögguna á þá.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.1.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband