Fjármálaeftirlitið og Fjármálaráðuneytið vissu um innihald bankaskýrslunnar.

Breskir prófessorar unnu úttektarskýrslu fyrir Landsbankann,sem sýndi mjög dökkt útlit.Sagt var að Landsbankamenn hefðu stungið skýrslunni undir stól vegna þess hvernig innihald hennar var. Þeir vissu sem sagt fyrir þó nokkru að hverju stefndi.

Nú kemur í ljós í Silfri Egils í dag,þar sem umræddir prófessorar Buiter og Sibert voru að fleiri vissu um innihald skýrslunnar. Fjármálaeftirlitinu og Fjármálaráðuneytinu var kynnt innihald skýrslunnar hálfu ári áður en bankahrunið varð.Hefur því ekki alltaf verið haldið fram að engir aðrir en Landsbankamenn vissu um innihald skýrslunnar. Nú kemur annað í ljós. Það hlýtur að vera ansi alvarlegt að umræddar fjármála og eftirlistsstofnun skuli hafa vitað af hinub dökka útliti svona löngu áður.Vissi kannski Seðlabankinn einnig um innihald skýrslunnar?

Hvers vegna i óskupunum var ekkert gert? Þessir prófessorar fullyrða að íslensku bankarnir hefðu hrunið þótt ekki hefði komið til vndamála í efnhagsmálum heimsins. Óstjórnin og eftirleysið var svo mikið með íslensku bönkunum að það stefndi í algjöra vitleysu.

Þetta vissi Fjármálaeftirlitið og Fjármálaráðuneytið hálfu ári fyrir hrunið.´

Rétt er svo að velta fyrir sér spurningunni. Hvað hefur svo gerst eða breyst rúmlega 100 dögum eftir bankahrunið? Hefur eitthvað breyst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Ég hjó eftir því í viðtalinu við Buiter og Sibert að þau töldu að ætlum við að endurheimta trúverðugleika verða forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri FME að víkja. Mér fannst það sterk og eindregin skilaboð.

Valgeir Bjarnason, 18.1.2009 kl. 23:08

2 identicon

Þakka þér athyglisverða færslu. Bresku sérfræðingarnir sendu skýrsluna frá sér í apríl 2008 og Landsbankinn ákvað að opna Icesave reikningana í Hollandi í maí 2008 eða mánuði eftir að þessar upplýsingar bárust þeim. Hvað er þarna í gangi

utvarpsaga (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 01:53

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það má ekki gleyma ábyrgð Samfylkingarinnar, því bæði utanríkis- og viðskiptaráðherra voru búnir að sjá skýrsluna, samkvæmt því sem fram hefur komið. Seðlabankastjóri bar ábyrgð á því á sínum tíma að ráðstafa bönkunum til Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en hann sá þó skýrsluna á eftir ráðherrunum.

Sigurður Þórðarson, 19.1.2009 kl. 08:25

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákvæmlega "hversvegna var ekkert gert" ?  í juni og júli á síðasta ári var Geir Haarde að visitera vesturíslendinga í Canada og Ingibjörg Sólrun var líka erlendis að berjast fyrir og réttlæta setu Íslands í öryggisráðinu - var þetta fólk að vinna heimavinnuna sína ? NEI það var ekki að gera það

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2009 kl. 09:24

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Var ekki Davíð líka búinn að margvara við þessu ástandi í samtölum sínum við ráðamenn.  Var ekki hlustað á hann bara af því að hann er Davíð Oddsson ???  Hverskonar fólk er þetta sem valist hefur til ábyrgðarstarfa og í ríkisstjórn. 

Ég vil fá Davíð til baka - og það strax.

Sigurður Sigurðsson, 19.1.2009 kl. 13:29

6 identicon

For the record þá var FME búið að vera að pressa á Landsbankann um að gera IceSave að dótturfyrirtæki í heilt ár fyrir hrun og þar með nokkrum mánuðum fyrir þessa skýrslu. FME hafði hins vegar engar heimildir til annars en að biðja Landsbankann um að gera eitthvað í málinu, enda heitir það fjármálaEFTIRLITIÐ og er eftirlitsstofnun. Efnahagsleg yfirstjórn þessa lands (ríkisstjórn & seðlabankinn) ber ábyrgð á því að hafa ekki gert neitt, ekki FME. 

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:56

7 identicon

Nú er ekki eins og eitthvað hafi verið að koma upp á yfirborðið nú eða fyrir 6 mánuðum. Skýrslur óvilhallra erlendra aðila sem vöruðu harkalega við hvað væri að gerast voru gefnar út 2005 og 2006. Þessar skýrslur gátu flestir sem fylgdust með í erlendum fjölmiðlum séð eða lesið um. En komu aldrei fyrir sjónir íslendinga í öðru formi en sem útúrsnúin frétt um öfund annarra þjóða í okkar garð. Íslenskir ráðamenn með forsetann í broddi fylkingar vældu svo hátt í stjórnum nágranaríkja okkar að fréttamiðlar í þessum löndum voru beðnir um að láta vera með að birta fréttir um væntanlegt hættuástand á Íslandi.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er að koma betur og betur í ljós að allt heila kerfið brást. Banakarnir og útrásarvíkingarnirt misnotuð frelsið,Fjármálaráðuneytið gerði lítið,Seðlabankinn og stjórnvöld hlustuðu ekki á aðvarnarorð erlendra sérfræðinga,stjórnarandstaðan sagði lítið,fjölmiðlar þögðu.

Sigurður Jónsson, 19.1.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband