Hvers vegna er Samfylkingin meðhöndluð með silkihönskum af fjölmiðlum?

Aðal umræðuefni flestra fjölmiðla hafa að undanförnu verið háir styrkir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki dettur mér í hug að ætla að verja það og finnst reyndar með öllu óskiljanlegt að jafn ágætur maður eins og Geir H.Haarde skyldi sína þann dómgreindarskort að samþykkja móttöklu styrkjanna.

Ég tel að Bjarni Benediktsson nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins hafi komið mjög vel fram, hvað varðar útskýringar á þessu leiðindamáli. Hann hefur ekkert dregið undan og flokkurinn lagt spilin á borðið.Bjarni vill horfa til framtíðar og að málefni sem snúa að úrlausnum fyrir heimili og fyrirtæki verði rædd.

Athyglisvert er reyndar að horfa á,hlusta og lesa fréttir hversu lítið fjölmiðlar gera úr framlögum til Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Finnst fjölmiðlum það ekki fréttnæmt að framlög til Samfylkingarinnar fimm földuðust á árinu 2006. Finnst fjölmiðlum það ekkert fréttnæmt að stór hluti þessara framlaga kom frá Baugi og fyrirtækjum tengdum þeim.

Að sjálfsögðu afsakar það ekki styrki til Sjálfstæðisflokksins,en umfjöllunarleysi fjölmiðla um málefni Samfylkingarinnar vekur athygli. Kannski er ekki við miklu að búast um fréttaflutning sem óhagsæður er Samfylkingunni frá Fréttablaðinu og Stöð 2, sem reknuir eru af Baugi. Aftur á móti hefði nú verið hægt að ætlast til hlutlausari umfjöllunar af hálfu RUV og Morgunblaðsins.

Hvernig væri nú fyrir fjölmiðla að snúa sér að því að gera kjósendum grein fyrir því um hvað kosningarnar 25.apríl n.k. snúast. Hvernig vilja stjórnmálaflokkarnir takast á við þann gífurlega vanda sem er til staðar.


mbl.is Ingibjörg: Styrkir til flokksins óeðlilegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvers vegna? Ef til vill vegna þess að fjölmiðlafólk styður yfirleitt Samfylkinguna. Taktu eftir því hvert það fer þegar það hættir á fjölmiðlunum - á þing fyrir Samfylkinguna.

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 22:18

2 identicon

Sammála þér. Okkur sárvantar frjálsa fjölmiðlun.

Það vantar líka að varpa ljósi á skuldir flokkana í dag (hver á þær stóru upphæðir)

Og síðan  að opna bókhald allra flokka fram fyrir kvótagjafirnar. Þar fór alt í bál og brand. Enginn stóru flokkana verður trúverðugur í mínum augum fyrr en það er komið á hreint.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:23

3 identicon

Að mínu mati,ættu allir flokkarnir að opna bókhald sitt frá þeim degi er bankarnir voru einkavæddir.

Númi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:30

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sjálfstæðisflokkurinn neitaði að skila einum styrki frá Landsbankanum sem hann taldi innan eðlilegra marka. Sá styrkur hljóðaði upp á 5 milljónir eða svipuð upphæð og samfylking fékk frá öðrum fyrirtækjum. Bjarni bar fram þá skýringu að sá styrkur væri eðlilegur og innan siðferðislegra marka.

Ég held að þarna komi fram skýringin einmitt í ORÐUM FORMANS þíns... að styrkir undir fimm milljónum væru næ því að teljast eðlilegir en ekki þessir ofurstyrkir fl grúbb og landsbankans.
þessvegna beinast augun að þessum stjórnmálaflokki. Þú getur kannski reynt að skýra það þannig að Mbl.is sé baugsmiðill en mér þykir það ansi langsótt.  

Brynjar Jóhannsson, 15.4.2009 kl. 03:22

5 identicon

Baldur Hermannsson,hvergi er eins mikill sægur af fyrrum frétta og blaðamönnum,og í Sjálfstæðisflokknum.

Númi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband