Ætli Hörður Torfason,Hallgrímur Helgason og ungliðar Vinstri grænna mæti og hrópi Vanhæf ríkisstjórn.

Eðlilega eru margir að missa þolinmæðina því lítið hefur sést til skjaldborgarinnar um heimilin. Hafi einhvern tímann verið slegið tjaldborg um heimilin er hún fokin. Almenningur finnur það nú betur og betur að Vinstri stjórnin er ekki í neinum þeim aðgerðum sem talað var um hástöfum fyrir kosningar.

Velferð og vinna hrópaði Samfylkingin og margir fjölmiðlar hrópuðu með. Ekki eru líkur á að ástandið lagist mikið eftir að Seðlabankinn lækkaði vexti örlítið. Það mun ekki verða til þess að hressa atvinnulífið.Ekkert dregur úr atvinnuleysinu.

Dagur varaformaður Samfylkingarinnar boðar að hækka eigi skatta á munaði eins og tóbaki,áfengi og olíu. Veit Dagur ekki að þetta mun hafa áhrif til hækkunar á vísitöluna. Þá hækka lánin,verðbólgan hækkar og ekki verður grundvöllur til vaxtalækkunar.

Margir bundu miklar vonir við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Margir kjósendur töldu að hún myndi bjarga málum einn, tveir og þrír. Það er því eðlilegt að vonbrigðin séu mikil þegar almenningur sér að Vinstri flokkarnir eru ekki að grípa neinna aðgerða til bjargar heimilunum. Eina sem þeim dettur í er að hækka skatta.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort Hörður Torfason,Hallgrímur Helgason og ungliðar Vinstri grænna mæta nú við Alþingishúsið og hrópi: Vanhæf ríkisstjórn.

 


mbl.is Boðað til mótmæla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er hvort Sigurður Kári og aðrir sjálfstæðismenn telja sig yfir það hafna að mótmæla. Það mun vekja mestu forvitni mína. En ég mun mótmæla alveg eins og ég gerði síðast. Sé ekki að þessi ríkisstjórn sé að gera eitthvað fremur. En ég mótmæli aðallega spillingu fjórflokkana(mótmæli reyndar frekar valdafíkn VG og andlýðræðislegum vinnubrögðum þeirra)

Jóhann (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:36

2 identicon

Þetta eru Sjálfstæðismenn sem standa á bak við þessa tilkynningu og þeirra von er sú að þessi stjórn hrökklist frá völdum svo þeir geti aftur komist í stólana sína. Ástæðan að þeir boða til mótmælanna klukkan 13 en ekki eftir vinnu er sú að þeir kunna ekki að mótmæla, þetta er ekki hin lýðræðislega búsáhaldabylting, þ.e. almenningur sem þarna er á ferðinni.

Valsól (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:10

3 identicon

Hallgrímur mun ekki mæta, hann hefur það fínt.  Iðjuleysingi á spena ríkis, almennur aumingi segi ég.  Hann var sekur í "byltingunni" um að taka þátt í árásum á lögreglumenn, tók ekki beinan þátt en fordæmdi ekki skrílinn.  Þessi maður á ekki að taka þátt, enda hefur hann það gott á kostnað skattborgara.  Fólk mun mótmæla en vona að í þetta sinn hagi menn sér, og það vel.

En sér einhver fyrir sér nú að þingmenn VG fari fyrir utan og lýsi stuðning við mótmælin.  Sýni ofbeldi og skemmdarverkum stuðning.  Ekki núna þegar það hyski er komið í kjötsúpuna, situr á valdastól.  Hvílik fífl við völd í dag, verra hélt maður að það gæti ekki orðið en vanvitar og óhæfir vinstri menn eru skammarlegir.

Þegar sá norski seðlabanka bjálfi tilkynnti um smánarlega lækkun stýrivaxta heyrist ekki hóst né stunda.  Ef Davíð Oddson hefði gert hið sama væru Jóhanna, Steingrímur og hitt ruslið að gaspra um Davíð.

Hvet fólk til mótmæla en að virða lög og reglur landsins okkar, það kunna ekki ungliðar VG, anarkistar og það pakk sem stóð að fyrri byltingu (ef byltingu skyldi kalla, skrílslæti frekar) en heiðvirt fólk gerir það.

Baldur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:17

4 identicon

Er Hörður Torfason ekki óflokksbundinn... eða hvað?  Hann ætti kannski að láta sjá sig þarna og stjórna?  Eða er hann kannski ekki svona óflokksbundinn eftir allt saman?  Er hann kannski bara sáttur?!

Freyr (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:18

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jóhanna talaði um það fyrir kosningar að hún ætlaði í brúarsmíði.  Til stóð að byggja brú, hún átti sennilaga að ná yfir til "skjaldborgarinnar", en efnið var líklega fúið, því enginn hefur getað farið yfir brúna, ekki einu sinni Jóhanna.  Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að enginn hefur orðið var við "skjaldborgina".

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.5.2009 kl. 16:33

6 identicon

HAHA, heyra í Valsól hérna ... manneskjan sem hafði hæst orð um aðgerðarleysið hér fyrir þessa lömuðu stjórn sem tók við.  Það er vissulega eðlilegt að þú tengir þetta við stjórnmálaflokk, enda var Búsáhaldabyltingin í boði VG, en að tengja þetta við Sjálfstæðisflokkinn er frásinna, enda held ég að þeir séu nú bara fegnir blessaðir að vera á kantinum þegar þetta er allt að fara fjandans til - áhugaverð atferlisrannsókn.

Alveg vissi ég samt að það kæmi að því að Valsól þyrfti að éta ofan í sig orðin stóru sem féllu um seinaganginn og aðgerðarleysið!

Freyr (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:34

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vinstri flokkarnir eru ekki að grípa neinna aðgerða til bjargar heimilunum. Eina sem þeim dettur í er að hækka skatta.

Og það eina sem stjórnarandstöðunni dettur í hug er ... að hækka ekki skatta...?

Ég mótmælti fyrrverandi stjórn í október, nóvember, desember og janúar, stundum ásamt 8-12.000 öðrum, fólki úr öllum flokkum og stéttum. Ég ætla ekki að mótmæla einu né neinu á morgun, en bíða eftir að ný stjórn verði kynnt, og heyra hvað hún segir. Þessar stjórnarmyndunarviðræður eru ekki að taka lengri tíma en almennt í sögu lýðveldisins.

Skeggi Skaftason, 7.5.2009 kl. 17:06

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er fremur erfitt að troða flokksgæðingum að í gjaldþrota ríkiskerfi og hrossakaupin því óvenjulega erfið við þessa stjórnarmyndun. Auk þess hefur íhaldsarmur einflokksins hérna ráðið ríkjum svo til sleitulaust nánast forever og flestar atvinnuleysisgeymslur hins opinbera fyrir löngu yfirfullar af fulltrúum hans. Það er því eftir litlu að slægjast hér heima. En jatan í Brussel er það stór að hægt væri að dömpa heilu atvinnugeymslunum og flokkseigendafélögunum þangað. Þannig að þrýstingurinn í þá átt er mikill en eftir að samræma atvinnulanganir flokkseigendafélaga einflokksins samkvæmt því. Það er alltaf ákveðin forgangsröð og hagsmunir flokksins ganga fyrir eins og venjulega í vesældarlegri sögu einflokksins hérlenda og þegar hagkerfið er orðið algjörlega fallít verður jafnvel erfitt að sinna þeim forgangsverkefnum.

Baldur Fjölnisson, 7.5.2009 kl. 18:38

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, ég hef fyrir því heimildir að það verði móttökunefnd á Austurvelli til að fagna nýjum þingmönnum með trumbuslætti búsáhalda.

Marinó G. Njálsson, 7.5.2009 kl. 21:00

10 identicon

Á sjáLfstæðisFLokkurninn engan svona "Hörð Torfa" hvar er nú ræðusnillingarnir hjá SUS ?

HG (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 01:09

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eigum við ekki að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar klárast áður en hraunað er yfir þau?

Þú kveðst reyndar vera þeirrar skoðunar að ekkert sé búið að gera... Hvernig væri að bera sig eftir björginni og kynna sér þær lausnir sem útbúnar hafa verið - Það hef ég t.d. gert. Bankarnir eru misjafnlega viljugir til að fara eftir reglugerðum og tilskipunum stjórnvalda reyndar en til þess hafa þeir engar heimildir.

Það sem stjórnvöldin eru að klikka á er að koma því til fólksins hvað það getur gert, sjáum hvort þau geta ekki bætt úr því. Fjölmiðlar mættu vera MIKLU DUGLEGRI að sinna þeim fréttaflutningi þ.s.hann skiptir verulegu máli.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.5.2009 kl. 05:02

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Á ekki að leyfa nýjum þingmönnum að hefja störf áður en farið er að berja á bumbur og lýsa þá vanhæfa?

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2009 kl. 10:36

13 identicon

Fljótfærni. Það á að gefa nýrri stjórn tækifæri til að kynna sýjan stjórnarsáttmála áður en farið er að mótmæla. Sem betur fer er þetta meirihlutastjórn sem þarf ekki að hafa Framsókn á bakinu á sér. Er bjartsýn á framtíðina það þýðir ekkert annað. Þessi kreppa er komin og við verðum að "anda" okkur í gegn um hana. Okkur mun takast það með samheldni þjóðarinnar en ekki með svona látum. Gefum Jóhönnu og Steingrími tækifæri til að koma með áætlanir sínar fyrir framtíðina.

Ína (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:59

14 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bendi á að ASÍ studdi þessi mótmæli svo allt tal um að þetta sé undan ryfjum Sjálfstæðisflokksins komið er vísað til föðurhúsanna.

Héðinn Björnsson, 8.5.2009 kl. 14:15

15 identicon

Góð og hnitmiðuð grein sem á fullt erindi í dag, já vandamálin hrannast upp og Hörður Torfa sennilega tvístígandi í því hvort eða hvað á að gera. Já nú er vinstristjórn og nú fáum við að kynnast þvi af raun.  Takk fyrir góðar greinar Siggi og farðu svo að kíkja á eyjuna fögru..Þinn vinur Halldór.

Halldór (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband