Ætlar Hannes Smárason að skila þjóðinni 1500 milljónum?

Fjölmiðlar hafa greint frá því að Hannes Smárason "athafna-og auðmaður" sé með lúxusíbúð sína í London til sölu á 1500 milljónir. Ég fór að velta fyrir mér hvort það sé virklega svo komið að Hannes hafi nú loksins fengið smá samviskubit og ætli að selja íbúðina sína til að geta látið þjóð sína hafa smávegis upp í alla vitleysuna sem hann og klúbbur hans 30 plús 3 hafa leitt yfir þjóðina.

Jóhanna Sigurtðardóttir segist geta náð 40 000 milljónum til baka frá auðmönnunum,svo kannski ætlar Hannes bara að verða fyrri til. Hugsið ykkur ef þetta væri nú rétt hjá Jóhönnu  dygði þessi upphæð fyrir vöxtum í 1 ár vegna Icesavereikninga og hvað svo. Annars held ég nú að þetta séu draumórar hjá Jóhönnu. Ég efast einnig mjög um að Hannes sé að selja íbúðina til að hjálpa þjóð sinni.

Annars er ótrúlegt að hugsa til þess að ein íbúð skuli kosta 1500 milljónir. Þetta eru eins og 100 litlar íbúðir á Íslandi.Þetta er gott dæmi um hvers konar vitleysa var orðin í öllu að einn maður keypti sér íbúð uppá 1500 milljónir.

En það er blessuð þjóðin sem hefur nú verið dæmd af Vinstri stjórninni til að greiða næstu áratugina óreiðuskuldirnar í útlöndum. Fyrir nokkru dásamaði Steingrímur J. hversu hagstæðir samningar væru í augsýn við Breta undir forystu Svavars Gestssonar fyrrverandi kommaleiðtoga. Já þetta var nú meira afrekið hjá þeim félögum Steingrími J. og Svavari. Það er aldeilis munur fyrir þjóðina að eiga svona snillinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rotið að þurfa að borga fyrir glæpagengi og ekki undarlegt að fjöldi fólks muni fara úr landi.

EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband